Fótbolti

Sara Björk hvetur unga iðkendur til að halda áfram að hreyfa sig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Björk hvetur unga sem aldna til að hreyfa sig.
Sara Björk hvetur unga sem aldna til að hreyfa sig. Vísir/Getty

Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér. Ari Freyr Skúlason reið á vaðið í gær og í dag er það landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem tekur við keflinu.

Sara Björk, sem leikur með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg, hvetur unga iðkendur að halda áfram að hreyfa sig þó svo það sé í stofunni heima. 

„Skrít­in stað sem við erum í, per­sónu­lega finnst mér mjög erfitt að vera ekki að æfa núna og spila með Wolfs­burg þar sem við erum á miðju tíma­bili. En heils­an kem­ur fyrst,“ seg­ir Sara í mynbandi sem KSÍ birti á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Hér að neðan má sjá myndbandið í heild sinni.

„Ég hvet alla unga iðkend­ur að halda áfram hreyfa sig og hugsa um mataræði, svefn og hvíld,“ sagði fyr­irliðinn að lokum.

Verkefni KSÍ kallast „Áfram Ísland“ og mun sambandið birta nýtt myndband á hverjum degi á samfélagsmiðlum sínum. Þar má nefna Facebook, Instagram og Youtube.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×