Fótbolti

Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram

Sindri Sverrisson skrifar
Kristinn V. Jóhannsson á Laugardalsvelli í vikunni.
Kristinn V. Jóhannsson á Laugardalsvelli í vikunni. MYND/STÖÐ 2 SPORT

„Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað.

Ljóst var að erfitt yrði að hafa Laugardalsvöll, sem er gamall og illa hannaður, tilbúinn fyrir EM-umspil í þessum mánuði. Með því að fá hitadúk frá Bretlandi til að leggja yfir völlinn virtist þó sem að það myndi takast. Vegna kórónuveirunnar var leikur Íslands og Rúmeníu hins vegar færður til og á hann nú að fara fram 4. júní. Kristinn segir vinnu vetrarins ekki alla fyrir bí og bar sig vel þegar Arnar Björnsson heimsótti hann í þættinum Sportið í dag.

„Það var langur aðdragandi að þessari niðurstöðu. Maður bjóst við þessu. Þetta hefur verið mikill rússíbani síðustu 2-3 vikur í öllu skipulagi. Nú er komin niðurstaða og við verðum bara að læra af þessum vetri. Við tökum heilmargt jákvætt úr honum og því hvernig við gerðum hlutina. Okkar plan var á áætlun og mitt starfsfólk getur verið stolt af því að skila því verki eftir skrýtinn og langan vetur. Það verður væntanlega hlýrra í júní þegar við spilum,“ sagði Kristinn, og bætti við:

„Við getum ekki farið í páskafrí strax. Núna erum við bara að pakka saman en við höldum áfram að fylgjast með honum og sjáum til þess að hann verði spilhæfur í júní.“

Klippa: Vallarstjóri Laugardalsvallar um pylsuna

Tengdar fréttir

Hitapulsan blásin upp | „Sé enga ástæðu til að þetta klikki“

Í dag var hitadúkur lagður yfir Laugardalsvöll til að losa um frost og kulda á grasi vallarins, sem verið hefur snævi þakinn síðustu vikur. Það er mikilvægur liður í að gera völlinn kláran fyrir stórleik Íslands og Rúmeníu 26. mars í umspili um sæti á EM karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×