Fótbolti

Ari Freyr fyrstur í „Áfram Ísland!“ verkefni KSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ari Freyr Skúlason fagnar með fjölskyldu sinni eftir leik Íslands á EM í Frakklandi sumarið 2016.
Ari Freyr Skúlason fagnar með fjölskyldu sinni eftir leik Íslands á EM í Frakklandi sumarið 2016. Getty/Craig Mercer

Knattspyrnusamband Íslands vill gera sitt í að lyfta upp anda þjóðarinnar og hvetja hana til að halda áfram að hreyfa sig í samkomubanni. KSÍ fékk landsliðsfólkið til að taka þátt í þessu með sér.

KSÍ hefur ákveðið að keyra í gang verkefni sem kallast "Áfram Ísland!" og gengur út á að hvetja þjóðina og iðkendur til dáða, til að halda áfram að æfa daglega, með eða án bolta, þrátt fyrir þær takmarkanir sem eru tilkomnar vegna samkomubanns í tengslum við heimsfaraldur COVID-19.

Birt verða tvenns konar myndbönd. Annars vegar myndbönd úr Tækniskóla KSÍ með einföldum æfingum sem krakkar geta gert utan skipulagðra æfinga hjá sínum félögum - ein og sér eða í litlum hópum með vinum sínum og vinkonum.

Hins vegar myndbönd með hvatningu frá landsliðsfólki til iðkenda um að halda áfram að hreyfa sig og æfa með reglulegum hætti, og til að viðhalda öllu því sem til þarf og vera tilbúin í slaginn þegar æfingar og keppni hefjast að nýju.

Landsliðsmaðurinn Ari Frey Skúlason er fyrstur í röðinni af landsliðsfólkinu til að hvetja landa sína áfram eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×