Innlent

Blautklútar sem er hent í salerni skapa álag á hreinsistöðvar

Kjartan Kjartansson skrifar
Fráveitustöð í Klettagörðum í Reykjavík.
Fráveitustöð í Klettagörðum í Reykjavík. Veitur/Mats Wibe Lund

Mikið álag er nú á búnaði og starfsfólki hreinsistöðva fráveitu Veitna í Klettagörðum og Ánanaustum vegna þess að magn blautklúta sem hent er í klósett virðist hafa aukið margfalt undanfarna daga. Í tilkynningu hvetja Veitur fólk til að henda blautklútum í rusl en ekki salerni.

Gríðarlegt magn af rusli er nú sagt berast í hreinsistöðvarnar. Mikil vinna og kostnaður hlýst af því að hreinsa dælur og farga ruslinu. Í tilkynningu Veitna segir ennfremur að þegar álag er mikið aukist líkur á bilunum í búnaði.

„Við hvetjum fólk til að nota ekki klósettin sem ruslafötur. Blautklútar, hvort sem þeir eru notaðir á andlit og líkama eða til þrifa og sótthreinsunar, eiga heima í ruslinu,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×