Innlent

Átján sóttu um starf borgarritara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stefán Eiríksson var borgarritari í Reykjavík en gegndi þar áður starfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Hann er í dag útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson var borgarritari í Reykjavík en gegndi þar áður starfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Hann er í dag útvarpsstjóri. Reykjavík

Átján manns hafa sótt um starf borgarritara sem auglýst var til umsóknar þann 14. febrúar. Viðkomandi á að fylla í skarð Stefáns Eiríkssonar sem var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum.

Meðal umsækjenda um starfið eru Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og útgefandi Fréttablaðsins, og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Þau sóttust einnig eftir starfi útvarpsstjóra.

Umsækjendur um starf borgarritara eru:

Artis Arturs Freimanis – Vélstjóri

Árdís Rut Hlífardótir – Framkvæmdastjóri

Birna Ágústsdóttir – Skrifstofustjóri

Elín Björg Ragnarsdóttir – Verkefnastjóri

Friðjón Már Guðjónsson – Bókhaldsfulltrúi

Guðbjörg Ómarsdóttir – Gæðastjóri

Gunnsteinn R. Ómarsson – Lánastjóri

Hans Benjamínsson – Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra

Jón Þór Sturluson – Dósent

Jónas Skúlason – Skrifstofustjóri

Kristín Þorsteinsdóttir – MBA

Margrét Hallgrímsdóttir – Þjóðminjavörður

Óli Örn Eiríksson – Deildarstjóri

Ólöf Hildur Gísladóttir – Lögfræðingur

Salvör Sigríður Jónsdóttir – Félagsliði

Sólveig Dagmar Þórisdóttir – Framkvæmdastjóri

Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir – Lögfræðingur

Þorsteinn Gunnarsson – Sveitarstjóri

Intellecta heldur utan um ráðningarferlið í samvinnu við hæfnisnefnd sem borgarráð skipaði. Hæfnisnefndina skipa Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem jafnframt er formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítalans og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×