„Útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 12:04 Frá fótboltaæfingu í Kórnum fyrir nokkru síðan. Íþróttastarf barna og unglinga liggur að mestu niðri víðast hvar vegna samkomubannsins. Vísir/Hanna Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að stóra verkefnið síðustu tvo daga varðandi fjögurra vikna samkomubannið sé hvernig útfæra megi íþróttastarf barna og unglinga í samræmi við bannið. Það sé flókið og erfitt verkefni en almannavarnir vinna að þessu máli ásamt heilbrigðisráðuneytinu sem fer með lagalegt forræði á útfærslu samkomubannsins. „Það er verið að reyna að fá alla til þess að hugsa í einhverjum lausnum og sjá hvernig hægt er að gera en útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið en við vonum að það verði komnar einhverjar niðurstöður í það í dag. Sú vinna er á lokametrunum í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Verið sé að reyna að finna einhvern flöt á því hvernig hægt sé að vera með einhvers konar íþróttastarf innan samkomubannsins, en miðað við þá vinnu sem Víðir kveðst hafa séð í heilbrigðisráðuneytinu er erfitt að finna lausn sem brýtur ekki gegn banninu. Þannig megi til dæmis ekki blanda hópum barna saman í skólum en á íþróttaæfingu blandist börn mikið saman og jafnvel úr mörgum skólum. Slíkt brjóti dálítið gegn því að fjarlægja fólk frá hvort öðru og minnka blöndun hópa sem sé afleiðing samkomubannsins. Fólk mikið að velta fyrir sér tveggja metra reglunni og hversu mikilvæg hún sé Aðspurður hvernig samkomubannið hafi gengið almennt segir Víðir að töluvert af alls konar ábendingum hafi borist en yfirvöld hafi ekki þurft að grípa til neinna aðgerða. „Við höfum fengið töluvert af ábendingum sem við höfum reynt að virkja með þeim hætti að koma bara ábendingum til þeirra sem þær beinast að og benda þeim á að það þurfi kannski aðeins að breyta útfærslunni sinni og hugsa aðeins betur um þetta. Þetta hafa verið alls konar ábendingar en við höfum ekki þurft að grípa til neinna aðgerða og það hafa allir tekið ábendingum vel. Yfirleitt er þetta það að menn hafa ekki verið að hugsa sínar lausnir alla leið. En þetta er sem sagt bara nokkuð gott ferli á þessu, það er búið að búa til leiðbeiningar og hjálpa fólki að koma með lausnir,“ segir hann. Fyrst og fremst sé fólk að velta fyrir sér útfærslu á fjarlægð milli manna, til dæmis á vinnustöðum og annars staðar þar sem fólki hefur ekki liðið vel með að sitja of þétt saman. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi það verið þannig að menn tóku tilmæli um tveggja metra fjarlægð á milli fólks ekki til sín. Hann nefnir litla vinnustaði sem dæmi þar sem menn hafi kannski ekki verið búnir að gera ráðstafanir til að dreifa fólkinu og annað slíkt. Margir séu því að spyrja hversu mikilvæg tveggja metra reglan sé og hvað sé hægt að gera ef vinnuveitandinn búi ekki til aðstöðu þannig að krafan sé uppfyllt. „Við höfum verið að leiðbeina með því og það er bara um leið og Íslendingar fara að taka hlutina og hugsa um lausnir þá finna þeir þær. Við erum skynsamt fólk og fólk sem hugsar út fyrir boxið í flestum tilfellum,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Börn og uppeldi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að stóra verkefnið síðustu tvo daga varðandi fjögurra vikna samkomubannið sé hvernig útfæra megi íþróttastarf barna og unglinga í samræmi við bannið. Það sé flókið og erfitt verkefni en almannavarnir vinna að þessu máli ásamt heilbrigðisráðuneytinu sem fer með lagalegt forræði á útfærslu samkomubannsins. „Það er verið að reyna að fá alla til þess að hugsa í einhverjum lausnum og sjá hvernig hægt er að gera en útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið en við vonum að það verði komnar einhverjar niðurstöður í það í dag. Sú vinna er á lokametrunum í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Verið sé að reyna að finna einhvern flöt á því hvernig hægt sé að vera með einhvers konar íþróttastarf innan samkomubannsins, en miðað við þá vinnu sem Víðir kveðst hafa séð í heilbrigðisráðuneytinu er erfitt að finna lausn sem brýtur ekki gegn banninu. Þannig megi til dæmis ekki blanda hópum barna saman í skólum en á íþróttaæfingu blandist börn mikið saman og jafnvel úr mörgum skólum. Slíkt brjóti dálítið gegn því að fjarlægja fólk frá hvort öðru og minnka blöndun hópa sem sé afleiðing samkomubannsins. Fólk mikið að velta fyrir sér tveggja metra reglunni og hversu mikilvæg hún sé Aðspurður hvernig samkomubannið hafi gengið almennt segir Víðir að töluvert af alls konar ábendingum hafi borist en yfirvöld hafi ekki þurft að grípa til neinna aðgerða. „Við höfum fengið töluvert af ábendingum sem við höfum reynt að virkja með þeim hætti að koma bara ábendingum til þeirra sem þær beinast að og benda þeim á að það þurfi kannski aðeins að breyta útfærslunni sinni og hugsa aðeins betur um þetta. Þetta hafa verið alls konar ábendingar en við höfum ekki þurft að grípa til neinna aðgerða og það hafa allir tekið ábendingum vel. Yfirleitt er þetta það að menn hafa ekki verið að hugsa sínar lausnir alla leið. En þetta er sem sagt bara nokkuð gott ferli á þessu, það er búið að búa til leiðbeiningar og hjálpa fólki að koma með lausnir,“ segir hann. Fyrst og fremst sé fólk að velta fyrir sér útfærslu á fjarlægð milli manna, til dæmis á vinnustöðum og annars staðar þar sem fólki hefur ekki liðið vel með að sitja of þétt saman. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi það verið þannig að menn tóku tilmæli um tveggja metra fjarlægð á milli fólks ekki til sín. Hann nefnir litla vinnustaði sem dæmi þar sem menn hafi kannski ekki verið búnir að gera ráðstafanir til að dreifa fólkinu og annað slíkt. Margir séu því að spyrja hversu mikilvæg tveggja metra reglan sé og hvað sé hægt að gera ef vinnuveitandinn búi ekki til aðstöðu þannig að krafan sé uppfyllt. „Við höfum verið að leiðbeina með því og það er bara um leið og Íslendingar fara að taka hlutina og hugsa um lausnir þá finna þeir þær. Við erum skynsamt fólk og fólk sem hugsar út fyrir boxið í flestum tilfellum,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Börn og uppeldi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira