Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 12:23 Rætt var við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í útvarpsþættinum Harmageddon. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Nýleg rannsókn bendi til þess að Íslendingar séu að beita þeim aðferðum sem skili mestum árangri í þessum faraldri. Vilja ekki valda óþarfa efnahagslegum skaða Frosti Logason spurði Þórólf í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun hvort það væri ekki fljótlegra að stöðva útbreiðslu veirunnar hér á landi með algjöru útgöngu- og samkomubanni í um tvo mánuði. „Nei, það er mjög erfitt að gera það. Svo má maður ekki heldur skemma meira í samfélaginu heldur en árangurinn sem maður er að ná.“ Efnahagslega meinar þú? „Já efnahagslega og við erum að fara þessa leið núna, við erum að biðla til fólks að fara eftir þessu, það er mjög mörg starfsemi sem skerðist, það er lokað, það er verið að forðast að fólk safnist saman. Ef við myndum loka öllu algjörlega, ég er ekki viss um að við myndum ná miklu meiri, það myndi valda gríðarlegum skaða eða afleiðingum.“ „Það eru alls konar hliðarverkanir af því sem er mjög erfitt að mæta og getur valdið ofboðslega miklum áhrifum. Enda er enginn sem gerir það nema þegar þeir eru komnir í mjög slæma stöðu út af faraldrinum. Þess vegna höfum við farið svona aðeins mildari leið en harðari að sumu leyti. Þar vísar Þórólfur til þess að Íslendingar hafi verið miklu harðari í því að beita strax einangrun og sóttkví samanborið við nágrannaþjóðir. Segir nýja rannsókn renna stoðum undir aðferðafræðina Þá segir Þórólfur að ný skýrsla unnin af fræðimönnum við Imperial College háskólann í Lundúnum bendi til þess að við séum á réttri leið. „Nákvæmlega það sem við erum að gera eru þeir að mæla með að skili sem mestum árangri. Það er að segja að greina snemma, beita einangrun á þá sem eru sýktir, sóttkví á þá sem hugsanlega gætu verið smitaðir, beita þessum samfélagslegu atriðum, að minnka smithæfni og auka fjarlægð milli einstaklinga og draga úr ýmis konar hópasöfnun og því um líku.“ Þá segir hann að þar sé aldrei mælt með því að loka öllu til að hefta útbreiðsluna. Suður-Kórea og Kína á sömu leið Aðspurður sagði Þórólfur að ríki á borð við Suður-Kóreu og nú Kína sem hafi gengið betur en flestum öðrum þjóðum að hefta útbreiðsluna séu að nota svipaðar aðferðir og Íslendingar. „Þær eru bara að fara nákvæmlega sömu leiðir og við erum að gera.“ Þar gildi það sama, verið sé að reyna að greina eins snemma og hægt er ásamt því að beita sóttkví og einangrun til þess að loka þá af sem gætu smitað aðra. Einnig sé reynt að finna þá sem hugsanlega gætu hafa smitast út frá greindum einstaklingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Nýleg rannsókn bendi til þess að Íslendingar séu að beita þeim aðferðum sem skili mestum árangri í þessum faraldri. Vilja ekki valda óþarfa efnahagslegum skaða Frosti Logason spurði Þórólf í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun hvort það væri ekki fljótlegra að stöðva útbreiðslu veirunnar hér á landi með algjöru útgöngu- og samkomubanni í um tvo mánuði. „Nei, það er mjög erfitt að gera það. Svo má maður ekki heldur skemma meira í samfélaginu heldur en árangurinn sem maður er að ná.“ Efnahagslega meinar þú? „Já efnahagslega og við erum að fara þessa leið núna, við erum að biðla til fólks að fara eftir þessu, það er mjög mörg starfsemi sem skerðist, það er lokað, það er verið að forðast að fólk safnist saman. Ef við myndum loka öllu algjörlega, ég er ekki viss um að við myndum ná miklu meiri, það myndi valda gríðarlegum skaða eða afleiðingum.“ „Það eru alls konar hliðarverkanir af því sem er mjög erfitt að mæta og getur valdið ofboðslega miklum áhrifum. Enda er enginn sem gerir það nema þegar þeir eru komnir í mjög slæma stöðu út af faraldrinum. Þess vegna höfum við farið svona aðeins mildari leið en harðari að sumu leyti. Þar vísar Þórólfur til þess að Íslendingar hafi verið miklu harðari í því að beita strax einangrun og sóttkví samanborið við nágrannaþjóðir. Segir nýja rannsókn renna stoðum undir aðferðafræðina Þá segir Þórólfur að ný skýrsla unnin af fræðimönnum við Imperial College háskólann í Lundúnum bendi til þess að við séum á réttri leið. „Nákvæmlega það sem við erum að gera eru þeir að mæla með að skili sem mestum árangri. Það er að segja að greina snemma, beita einangrun á þá sem eru sýktir, sóttkví á þá sem hugsanlega gætu verið smitaðir, beita þessum samfélagslegu atriðum, að minnka smithæfni og auka fjarlægð milli einstaklinga og draga úr ýmis konar hópasöfnun og því um líku.“ Þá segir hann að þar sé aldrei mælt með því að loka öllu til að hefta útbreiðsluna. Suður-Kórea og Kína á sömu leið Aðspurður sagði Þórólfur að ríki á borð við Suður-Kóreu og nú Kína sem hafi gengið betur en flestum öðrum þjóðum að hefta útbreiðsluna séu að nota svipaðar aðferðir og Íslendingar. „Þær eru bara að fara nákvæmlega sömu leiðir og við erum að gera.“ Þar gildi það sama, verið sé að reyna að greina eins snemma og hægt er ásamt því að beita sóttkví og einangrun til þess að loka þá af sem gætu smitað aðra. Einnig sé reynt að finna þá sem hugsanlega gætu hafa smitast út frá greindum einstaklingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira