„Held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast 22. apríl“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 16:00 vísir/bára Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandmeistara KR, segist ekki hafa mikla trú á því að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist þann 22. apríl. Áætlað var að Pepsi Max-deildirnar myndu hefjast á síðasta degi vetrar en nú ríkir samkomubann þangað til í lok apríl svo óvíst er hvenær Íslandsmótið fari af stað. Rúnar var gestur Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem Guðmundur Benediktsson og Rúnar fóru yfir stöðuna. „Ég held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast þá. Ég held að það sé mikilvægt að þegar banninu verður aflétt að félögin fái tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa sig,“ sagði Rúnar. „Ef að banninu verður aflétt 22. apríl að þá byrjum við ekki að spila viku síðar. Við fáum allavega tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa liðin okkar og hugsanlega spila einn til tvo æfingaleiki áður en við förum inn í þessa mikilvægu leiki sem Íslandsmótið er.“ Það gæti verið mikið álag á KR-liðinu í sumar. Liðið er í Evrópukeppni eftir góðan árangur síðasta sumars og ásamt því að spila í Pepsi Max-deildinni bætist Mjólkurbikarinn við. „Við verðum bara reyna spila þéttar ef það kemur jafnt niður á öllum liðum. Við reynum að dreifa því þannig að þetta gæti dreifst jafnt, þá ætti það ekki að skipta öllu máli svo framarlega að það sé tekið tillit til þess að sum lið eru í Evrópukeppni líka.“ Klippa: Rúnar um byrjun Íslandsmótsins „Það hefur alltaf verið erfitt að púsla saman Íslandsmótinu. Þeir sem stjórna því í KSÍ hafa oft og iðulega talað um að það séu fáir dagar til að spila á. Það koma landsleikjahlé bæði í júní og september og svo viljum við helst ekki spila þegar Eurovision er.“ „Við spilum heldur ekki leiki þegar Meistaradeildin er að spila. Það eru alltaf einhverjir dagar sem við getum ekki spilað á útaf því það eru einhverjir aðrir viðburðir í heiminum. Auðvitað þrengir það stöðuna um að velja leikdaga.“ „Menn þurfa kannski bara að hafa opin hug og festa leikdagana meira og sætta okkur við það að KR spili á heimavelli á sama tíma og Valur spilar á heimavelli. Við höfum oft ekki viljað það því við viljum áhorfendur á alla leiki og dreifa leikjunum. Við þurfum kannski að opna hugann meira núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandmeistara KR, segist ekki hafa mikla trú á því að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist þann 22. apríl. Áætlað var að Pepsi Max-deildirnar myndu hefjast á síðasta degi vetrar en nú ríkir samkomubann þangað til í lok apríl svo óvíst er hvenær Íslandsmótið fari af stað. Rúnar var gestur Sportið í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þar sem Guðmundur Benediktsson og Rúnar fóru yfir stöðuna. „Ég held að það sé alveg ljóst að mótið muni ekki hefjast þá. Ég held að það sé mikilvægt að þegar banninu verður aflétt að félögin fái tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa sig,“ sagði Rúnar. „Ef að banninu verður aflétt 22. apríl að þá byrjum við ekki að spila viku síðar. Við fáum allavega tvær til þrjár vikur til þess að undirbúa liðin okkar og hugsanlega spila einn til tvo æfingaleiki áður en við förum inn í þessa mikilvægu leiki sem Íslandsmótið er.“ Það gæti verið mikið álag á KR-liðinu í sumar. Liðið er í Evrópukeppni eftir góðan árangur síðasta sumars og ásamt því að spila í Pepsi Max-deildinni bætist Mjólkurbikarinn við. „Við verðum bara reyna spila þéttar ef það kemur jafnt niður á öllum liðum. Við reynum að dreifa því þannig að þetta gæti dreifst jafnt, þá ætti það ekki að skipta öllu máli svo framarlega að það sé tekið tillit til þess að sum lið eru í Evrópukeppni líka.“ Klippa: Rúnar um byrjun Íslandsmótsins „Það hefur alltaf verið erfitt að púsla saman Íslandsmótinu. Þeir sem stjórna því í KSÍ hafa oft og iðulega talað um að það séu fáir dagar til að spila á. Það koma landsleikjahlé bæði í júní og september og svo viljum við helst ekki spila þegar Eurovision er.“ „Við spilum heldur ekki leiki þegar Meistaradeildin er að spila. Það eru alltaf einhverjir dagar sem við getum ekki spilað á útaf því það eru einhverjir aðrir viðburðir í heiminum. Auðvitað þrengir það stöðuna um að velja leikdaga.“ „Menn þurfa kannski bara að hafa opin hug og festa leikdagana meira og sætta okkur við það að KR spili á heimavelli á sama tíma og Valur spilar á heimavelli. Við höfum oft ekki viljað það því við viljum áhorfendur á alla leiki og dreifa leikjunum. Við þurfum kannski að opna hugann meira núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira