Tróð sér inn á liðsmynd Man United fyrir stórleik | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 18:30 Liðsmyndin fyrir leikinn gegn Bayern. Eins og sjá má var Roy Keane ekki par sáttur með uppátæki Power. Vísir/The Guardian Í dag eru 19 ár síðan Karl Power, sem er og var alls ekki atvinnumaður í knattspyrnu, tróð sér á liðsmynd Manchester United fyrir leik liðsins gegn Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Árið var 2001 og liðin mættust í 8-liða úrslitum eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina, það voru milliriðlar í þá daga. Fyrri leikur liðanna fór fram á Old Trafford og þar unnu gestirnir frá Þýskalandi 0-1 útisigur þökk sé marki Paulo Sergio á 86. mínútu. Það var því mikið undir þegar leikmenn Man Utd stilltu sér upp fyrir liðsmynd fyrir leikinn í Þýskalandi. Á myndinni voru hins vegar tólf manns frekar en ellefu eins og venjan er. Ástæðan var sú að Karl Power, stuðningsmaður liðsins, tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér úr stúkunni, fram hjá öryggisgæslu Bayern og inn á völlinn. Eflaust hefur það hjálpað Power að hann var í fullum skrúða. Sokkar, stuttbuxur og treyja. Leikmenn Man Utd vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og ef lesa má í andlitsdrætti Roy Keane, fyrirliða liðsins, þá langaði honum helst að ræða við Power í yfirgefnu húsasundi. Hvort þessi uppákoma hafði áhrif á spilamennsku Man Utd í leiknum er óvíst en heimamenn komust yfir með marki Giovane Élber strax á 5. mínútu og Mehmet Scholl tvöfaldaði forystu þeirra áður en fyrri hálfleikur var úti. Bayern vann leikinn á endanum 2-1 og einvígið þar með 3-1. Fór það svo að þeir unnu Meistaradeildina þetta tímabil eftir að hafa lagt Valencia í úrslitum. On this day in 2001, Karl Power managed to sneak into Manchester United's team photo before their clash with Bayern MunichRoy Keane was ready to kill him pic.twitter.com/NGmoJ3BDKl— Metro Sport (@Metro_Sport) April 18, 2020 Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Í dag eru 19 ár síðan Karl Power, sem er og var alls ekki atvinnumaður í knattspyrnu, tróð sér á liðsmynd Manchester United fyrir leik liðsins gegn Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Árið var 2001 og liðin mættust í 8-liða úrslitum eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina, það voru milliriðlar í þá daga. Fyrri leikur liðanna fór fram á Old Trafford og þar unnu gestirnir frá Þýskalandi 0-1 útisigur þökk sé marki Paulo Sergio á 86. mínútu. Það var því mikið undir þegar leikmenn Man Utd stilltu sér upp fyrir liðsmynd fyrir leikinn í Þýskalandi. Á myndinni voru hins vegar tólf manns frekar en ellefu eins og venjan er. Ástæðan var sú að Karl Power, stuðningsmaður liðsins, tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér úr stúkunni, fram hjá öryggisgæslu Bayern og inn á völlinn. Eflaust hefur það hjálpað Power að hann var í fullum skrúða. Sokkar, stuttbuxur og treyja. Leikmenn Man Utd vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og ef lesa má í andlitsdrætti Roy Keane, fyrirliða liðsins, þá langaði honum helst að ræða við Power í yfirgefnu húsasundi. Hvort þessi uppákoma hafði áhrif á spilamennsku Man Utd í leiknum er óvíst en heimamenn komust yfir með marki Giovane Élber strax á 5. mínútu og Mehmet Scholl tvöfaldaði forystu þeirra áður en fyrri hálfleikur var úti. Bayern vann leikinn á endanum 2-1 og einvígið þar með 3-1. Fór það svo að þeir unnu Meistaradeildina þetta tímabil eftir að hafa lagt Valencia í úrslitum. On this day in 2001, Karl Power managed to sneak into Manchester United's team photo before their clash with Bayern MunichRoy Keane was ready to kill him pic.twitter.com/NGmoJ3BDKl— Metro Sport (@Metro_Sport) April 18, 2020
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira