Leikmönnum dauðbrá á EM – Stukku nánast í fang Víðis Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 22:00 Einhverjum leikmanna íslenska landsliðsins varð verulega bylt við þegar sprengingarnar heyrðust. VÍSIR/BÁRA „Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af Evrópumóti kvenna í fótbolta frá árinu 2017. Víðir var þá öryggisstjóri KSÍ. Hryðjuverkaógn hafði verið talsvert til umræðu í aðdraganda mótsins og það var hlutverk Víðis að útskýra fyrir leikmönnum hvað þeim bæri að gera ef hætta skapaðist. „Ég hélt heilmikinn fyrirlestur fyrir stelpurnar um hryðjuverk og viðbrögð, hvað við þyrftum að gera og hvert mitt hlutverk væri,“ sagði Víðir sem mætti sem gestur í Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær. „Svo vorum við búin að spila þarna einhvern leik, sem við ætlum ekkert endilega að tala um úrslitin úr, en eftir leik eru stelpurnar og við allt starfsfólkið að labba og þakka þessum fjölmörgu stuðningsmönnum sem þarna voru. Þá fóru að heyrast sprengingar. Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér… Það sem var að gerast var að það voru uppblásnar klöppur á vellinum sem krakkar voru byrjaðir að sprengja, en stelpurnar voru svo vel þjálfaðar að þær voru komnar strax og biðu bara eftir að ég myndi leiða þær burt af vellinum. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Víðir og brosti. Endalaus vinna og sjálfsstjórn hjá þessu fólki Eftir að hafa farið með kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu á stórmót síðustu ára og í fleiri ferðir kveðst hann heillaður af þeim leikmönnum og þjálfurum sem hann hefur umgengist: „Þessir karakterar í þessum afreksmannahópum okkar, og þetta gildir ábyggilega um allar íþróttir, eru rosalegir. Það er ekki að ástæðulausu að þetta fólk er komið í fremstu röð. Það eru engar tilviljanir í þessu og það er ekki þannig að þetta fólk hafi fæðst eitthvað rosalega gott í fótbolta eða handbolta. Það er bara þessi endalausa vinna og þessi endalausa sjálfsstjórn sem þetta fólk hefur sem að gerir að verkum að þetta fólk kemst þangað sem það kemst. Það er búinn að vera ótrúlegur lærdómur.“ Klippa: Sportið í dag - Víðir um hryðjuverkaógn við kvennalandsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KSÍ Sportið í dag Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Sjá meira
„Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af Evrópumóti kvenna í fótbolta frá árinu 2017. Víðir var þá öryggisstjóri KSÍ. Hryðjuverkaógn hafði verið talsvert til umræðu í aðdraganda mótsins og það var hlutverk Víðis að útskýra fyrir leikmönnum hvað þeim bæri að gera ef hætta skapaðist. „Ég hélt heilmikinn fyrirlestur fyrir stelpurnar um hryðjuverk og viðbrögð, hvað við þyrftum að gera og hvert mitt hlutverk væri,“ sagði Víðir sem mætti sem gestur í Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær. „Svo vorum við búin að spila þarna einhvern leik, sem við ætlum ekkert endilega að tala um úrslitin úr, en eftir leik eru stelpurnar og við allt starfsfólkið að labba og þakka þessum fjölmörgu stuðningsmönnum sem þarna voru. Þá fóru að heyrast sprengingar. Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér… Það sem var að gerast var að það voru uppblásnar klöppur á vellinum sem krakkar voru byrjaðir að sprengja, en stelpurnar voru svo vel þjálfaðar að þær voru komnar strax og biðu bara eftir að ég myndi leiða þær burt af vellinum. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Víðir og brosti. Endalaus vinna og sjálfsstjórn hjá þessu fólki Eftir að hafa farið með kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu á stórmót síðustu ára og í fleiri ferðir kveðst hann heillaður af þeim leikmönnum og þjálfurum sem hann hefur umgengist: „Þessir karakterar í þessum afreksmannahópum okkar, og þetta gildir ábyggilega um allar íþróttir, eru rosalegir. Það er ekki að ástæðulausu að þetta fólk er komið í fremstu röð. Það eru engar tilviljanir í þessu og það er ekki þannig að þetta fólk hafi fæðst eitthvað rosalega gott í fótbolta eða handbolta. Það er bara þessi endalausa vinna og þessi endalausa sjálfsstjórn sem þetta fólk hefur sem að gerir að verkum að þetta fólk kemst þangað sem það kemst. Það er búinn að vera ótrúlegur lærdómur.“ Klippa: Sportið í dag - Víðir um hryðjuverkaógn við kvennalandsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KSÍ Sportið í dag Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Sjá meira
Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00
Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46