Fótbolti

KSÍ veit ekki til þess að íslenskur landsliðsmaður sé smitaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið stillir sér upp fyrir leik á móti Tyrklandi í undankeppni EM.
Íslenska karlalandsliðið stillir sér upp fyrir leik á móti Tyrklandi í undankeppni EM. Getty/Oliver Hardt

Enginn íslenskur landsliðsmaður í knattspyrnu er með kórónuveiruna samkvæmt þeim upplýsingum sem Knattspyrnusamband Íslands er með hjá sér.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var gestur Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í Bítinu í morgun og þar ræddi hann allt sem kemur að KSÍ og ástandinu vegna kórónuveirunnar.

Heimir og Gunnlaugur forvitnuðust um það hjá Guðna hvort að hann vissi til þess að einhver íslenskur landsliðsmaður væri með kórónuveiruna.

„Vitið þið hvort að einhver landsliðsmannanna, bæði hjá A-landsliðum karla og kvenna, hefur sýkst,“ spurði Heimir Karlsson.

„Nei við vitum ekki til þess og höfum ekki heyrt af því. Vonandi er svo ekki,“ sagði Guðni Bergsson.

„Það eru þó nokkrir í sóttkví eins og við erum að fást við hérna heima auðvitað,“ sagði Guðni.

„Það var einhver misskilningur með Gylfa Sig að Everton væri í sóttkví en þeir voru bara sendir í frí,“ sagði Gunnlaugur Helgason.

„Það eru allskonar fréttir að berast á samfélagsmiðlum og víðar. Það er mikið í gangi,“ sagði Guðni.

Það má sjá allt spjallið hér fyrir neðan.

Klippa: Bítið - Guðni Bergsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×