„Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2020 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Egill Samgönguráðherra sakar stjórnarandstöðuna um fjarstæðukenndar yfirlýsingar og stórkostlegan misskilning vegna máls sem átti að vera á dagskrá þingfundar í vikunni er varðar samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum. Þótt frumvarpið sé ekki lagt fram sem sérstakt viðbragð við kórónuveirufaraldrinum lítur ráðherra á það sem hluta af viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf. Á dagskrá þingfundar á miðvikudaginn voru sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast beinlínis viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Stjórnarandstaðan lýsti verulegri óánægju með þetta sem endaði með því að forseti Alþingis tók öll mál af dagskrá, líka óundirbúinn fyrirspurnatíma og umræðu um störf þingsins, og sleit þingfundi. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Eitt þeirra stjórnarmála sem var á dagskrá er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sem varðar samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Með því er gert ráð fyrir að Vegagerðinni verði heimilt að semja við einkaaðila um sex tiltekin verkefni í vegagerð og kveðið er á um heimild til að heimta veggjöld. Það var einkum þetta frumvarp sem stjórnarandstaðan var óhress með að sett væri á dagskrá enda sé málið umdeilt í öllum flokkum. Sigurður Ingi segist hissa á framgöngu stjórnarandstöðunnar. „Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni. Þetta mál er framhald af Hvalfjarðagangamódelinu. Margir hafa litið á það, og þar á meðal ríkisstjórnin, að þetta er hluti af viðspyrnunni eftir Covid og þess vegna alveg fjarstæðukenndar yfirlýsingar sem að stjórnarandstaðan var með í kringum þetta mál,“ segir Sigurður Ingi. Þess ber þó að geta að óánægja stjórnarandstöðunnar snýr ekki aðeins að þessu máli sem slíku heldur einnig því hvernig forseti Alþingis hefur haldið á málum við skipulag dagskrár þingfunda. Með því að setja önnur mál á dagskrá en sérstök Covid-19 mál hafi hann svikið samkomulag um að aðeins slík mál ættu að vera í forgangi. Það hafi bætt gráu ofan á svart að eitt þeirra mála hafi verið veggjaldafrumvarp samgönguráðherra. „Ég eiginlega botna ekkert í hugsunarhætti þeirra gagnvart því. Þarna er verið að fara í viðspyrnu til þess að fara í frekari verkefni. Ávinningurinn af því er augljós, ekki sýst fyrir þann sem notar framkvæmdina alveg eins og Hvalfjarðarmódelið var,“ segir Sigurður Ingi. Alþingi Samgöngur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00 „Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Samgönguráðherra sakar stjórnarandstöðuna um fjarstæðukenndar yfirlýsingar og stórkostlegan misskilning vegna máls sem átti að vera á dagskrá þingfundar í vikunni er varðar samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum. Þótt frumvarpið sé ekki lagt fram sem sérstakt viðbragð við kórónuveirufaraldrinum lítur ráðherra á það sem hluta af viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf. Á dagskrá þingfundar á miðvikudaginn voru sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast beinlínis viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Stjórnarandstaðan lýsti verulegri óánægju með þetta sem endaði með því að forseti Alþingis tók öll mál af dagskrá, líka óundirbúinn fyrirspurnatíma og umræðu um störf þingsins, og sleit þingfundi. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Eitt þeirra stjórnarmála sem var á dagskrá er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sem varðar samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Með því er gert ráð fyrir að Vegagerðinni verði heimilt að semja við einkaaðila um sex tiltekin verkefni í vegagerð og kveðið er á um heimild til að heimta veggjöld. Það var einkum þetta frumvarp sem stjórnarandstaðan var óhress með að sett væri á dagskrá enda sé málið umdeilt í öllum flokkum. Sigurður Ingi segist hissa á framgöngu stjórnarandstöðunnar. „Það er einhver stórkostlegur misskilningur hjá stjórnarandstöðunni. Þetta mál er framhald af Hvalfjarðagangamódelinu. Margir hafa litið á það, og þar á meðal ríkisstjórnin, að þetta er hluti af viðspyrnunni eftir Covid og þess vegna alveg fjarstæðukenndar yfirlýsingar sem að stjórnarandstaðan var með í kringum þetta mál,“ segir Sigurður Ingi. Þess ber þó að geta að óánægja stjórnarandstöðunnar snýr ekki aðeins að þessu máli sem slíku heldur einnig því hvernig forseti Alþingis hefur haldið á málum við skipulag dagskrár þingfunda. Með því að setja önnur mál á dagskrá en sérstök Covid-19 mál hafi hann svikið samkomulag um að aðeins slík mál ættu að vera í forgangi. Það hafi bætt gráu ofan á svart að eitt þeirra mála hafi verið veggjaldafrumvarp samgönguráðherra. „Ég eiginlega botna ekkert í hugsunarhætti þeirra gagnvart því. Þarna er verið að fara í viðspyrnu til þess að fara í frekari verkefni. Ávinningurinn af því er augljós, ekki sýst fyrir þann sem notar framkvæmdina alveg eins og Hvalfjarðarmódelið var,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingi Samgöngur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00 „Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ 16. apríl 2020 20:00
„Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. 16. apríl 2020 21:20
Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12
Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24