„Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2020 21:20 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Egill Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi forseta Alþingis harkalega og sagði hann ábyrgan fyrir því að of margir þingmenn væru saman komnir í þingsalnum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, veltir fyrir sér hvort forseti hafi hleypt fundinum viljandi í uppnám til að verja ráðherra fyrir óþægilegum fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það ekki vera „greiðasemi við stjórnarandstöðuna“ að gefa henni tækifæri til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu með fyrirspurnum til ráðherra. Níu mál voru á dagskrá þingfundar í morgun. Óundirbúnar fyrirspurnir, umræða um störf þingsins og sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast kórónuveirufaraldrinum. Líkt og Vísir hefur greint frá í dag lýsti stjórnarandstaðan óánægju með að forseti hafi sett þessi mál ríkisstjórnarinnar, sem sum hver eru umdeild, á dagskrá fundarins. Þannig hafi forseti stuðlað að því að fleiri þingmenn væru saman komnir í þingsalnum en æskilegt væri með tilliti til sóttvarnasjónarmiða. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur „Ég var að vonast til þess að við gætum þá frekar rætt um ágreining um einstök dagskrármál þegar að þeim væri komið og fundurinn gæti hafist með eðlilegum hætti,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. „Ég vildi allra síst sitja undir því að ég væri persónulega orðinn ábyrgur fyrir því að Alþingi gæti ekki lengur uppfyllt sóttvarnarfjarlægðarmörk og annað því um líkt. Mér fannst erfitt að sitja undir slíkum ásökunum og ég tel þær ekki sanngjarnar í minn garð. Því ég get ekki borið ábyrgð á hegðum þingmanna inni í þingsalnum ef þeir flykkjast þangað inn og setjast hver hjá öðrum,“ segir Steingrímur en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Forseti þingsins fundaði mið þingflokksformönnum í dag til að fara betur yfir stöðuna. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir viðbrögð Steingríms í morgun, með því að slíta þingfundinum án þess að leyfa óundirbúnar fyrirspurnir og umræðu um störf þingsins, hafa verið fáránleg. „Það að koma öðrum málum á dagskrá, við aðstæður þar sem að við eigum þess ekki kost að eiga almennilega pólitíska umræðu um þau mál, það er eitthvað sem við þurfum að taka samtal utan þingsalar um hvernig við gerum og hvort við gerum. En ekki með einhverju boðvaldi forseta og upphlaupi af hans hálfu eins og varð í morgun,“ segir Hanna Katrín. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa miklar áhyggjur af því lýðræðislega sjónarmiði sem sé í húfi. „Mér finnst óþægilegt að hlusta á hversu lítið forseti þings, með þessa miklu þingreynslu, hversu lítils hann metur vigt þingsins og hlutverk þingsins þegar kemur að þessum lýðræðislegu þáttum. Að veita aðhald og spyrja spurninga,“ segir Helga Vala. „Að hleypa hérna upp fundi eins og forseti ákvað að gera í morgun með því að setja á dagskrá mál er varðar veggjöld, sem er bara mjög umdeilt mál í öllum flokkum. Ég sé ekki af hverju það var svona mikill vilji til ágreinings hjá forseta, kannski var það til þess að hlífa ráðherrum við erfiðum spurningum. Mögulega var það þannig, mögulega var forseti beðinn um það að setja þetta mál á dagskrá til þess að það yrði ekki þingfundur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi forseta Alþingis harkalega og sagði hann ábyrgan fyrir því að of margir þingmenn væru saman komnir í þingsalnum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, veltir fyrir sér hvort forseti hafi hleypt fundinum viljandi í uppnám til að verja ráðherra fyrir óþægilegum fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það ekki vera „greiðasemi við stjórnarandstöðuna“ að gefa henni tækifæri til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu með fyrirspurnum til ráðherra. Níu mál voru á dagskrá þingfundar í morgun. Óundirbúnar fyrirspurnir, umræða um störf þingsins og sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast kórónuveirufaraldrinum. Líkt og Vísir hefur greint frá í dag lýsti stjórnarandstaðan óánægju með að forseti hafi sett þessi mál ríkisstjórnarinnar, sem sum hver eru umdeild, á dagskrá fundarins. Þannig hafi forseti stuðlað að því að fleiri þingmenn væru saman komnir í þingsalnum en æskilegt væri með tilliti til sóttvarnasjónarmiða. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur „Ég var að vonast til þess að við gætum þá frekar rætt um ágreining um einstök dagskrármál þegar að þeim væri komið og fundurinn gæti hafist með eðlilegum hætti,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. „Ég vildi allra síst sitja undir því að ég væri persónulega orðinn ábyrgur fyrir því að Alþingi gæti ekki lengur uppfyllt sóttvarnarfjarlægðarmörk og annað því um líkt. Mér fannst erfitt að sitja undir slíkum ásökunum og ég tel þær ekki sanngjarnar í minn garð. Því ég get ekki borið ábyrgð á hegðum þingmanna inni í þingsalnum ef þeir flykkjast þangað inn og setjast hver hjá öðrum,“ segir Steingrímur en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Forseti þingsins fundaði mið þingflokksformönnum í dag til að fara betur yfir stöðuna. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir viðbrögð Steingríms í morgun, með því að slíta þingfundinum án þess að leyfa óundirbúnar fyrirspurnir og umræðu um störf þingsins, hafa verið fáránleg. „Það að koma öðrum málum á dagskrá, við aðstæður þar sem að við eigum þess ekki kost að eiga almennilega pólitíska umræðu um þau mál, það er eitthvað sem við þurfum að taka samtal utan þingsalar um hvernig við gerum og hvort við gerum. En ekki með einhverju boðvaldi forseta og upphlaupi af hans hálfu eins og varð í morgun,“ segir Hanna Katrín. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa miklar áhyggjur af því lýðræðislega sjónarmiði sem sé í húfi. „Mér finnst óþægilegt að hlusta á hversu lítið forseti þings, með þessa miklu þingreynslu, hversu lítils hann metur vigt þingsins og hlutverk þingsins þegar kemur að þessum lýðræðislegu þáttum. Að veita aðhald og spyrja spurninga,“ segir Helga Vala. „Að hleypa hérna upp fundi eins og forseti ákvað að gera í morgun með því að setja á dagskrá mál er varðar veggjöld, sem er bara mjög umdeilt mál í öllum flokkum. Ég sé ekki af hverju það var svona mikill vilji til ágreinings hjá forseta, kannski var það til þess að hlífa ráðherrum við erfiðum spurningum. Mögulega var það þannig, mögulega var forseti beðinn um það að setja þetta mál á dagskrá til þess að það yrði ekki þingfundur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
„Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35
Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12