Segir Steingrím vera að „gera eitthvað af sér“ þegar hann segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2020 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að „hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ Því færri óumdeildum málum sem ríkisstjórnin komi áfram, þeim mun þrengra verði um „sérstök áhugamál“ ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum sem gengu milli Sigmundar, forseta Alþingis og þingflokksformanna í gær og fréttastofa hefur undir höndum. Líkt og Vísir greindi frá í dag sleit Steingrímur þingfundi í morgun eftir aðeins fjórar mínútur í framhaldi af því stjórnarandstaðan gerði athugasemdir við dagskrá þingfundarins. Þá voru saman komnir allt of margir þingmenn í salnum og þingforseti sakaður um að bera ábyrgð á því með því að setja ákveðin mál ríkisstjórnarinnar á dagskrá. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði á Alþingi í morgun að gengið hafi á milli þingforseta og þingflokksformanna tölvupóstar í gær þar sem forseta hafi verið bent á að með því að setja mál á dagskrá sem ekki tengist Covid-19 væri hann að fara á svig við það sem ákveðið hafi verið í forsætisnefnd um að setja aðeins Covid tengd mál á dagskrá. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ „Það var karpað við hæstvirtan forseta í allan gærdag í tölvupóstum og hann veit það, að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um, að þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið,“ sagði Jón Þór. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Fréttastofa hefur hluta tölvupóstsamskiptanna frá því í gær undir höndum. Þar leggur Steingrímur til að fram fari þingfundur á morgun [í dag] sem hefjist klukkan 10:30. Hann leggur til að á dagskrá fundarins verði óundirbúnar fyrirspurnir og bætir við að „séu óskir um að störf þingsins verði einnig á dagskrá þá yrði það í beinu framhaldi. Þar á eftir kæmu nokkur stjórnarfrumvörp sem bíða 1. umræðu og eru með lægstu númerin, öll komin fram fyrir 1. apríl þannig að ekki þarf afbrigði,“ skrifar Steingrímur. Ekki er tilgreint nákvæmlega í póstinum um hvaða mál ríkisstjórnarinnar sé að ræða en málin sem hann vísar til eru sjö talsins, meðal annars mál frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Hann kallar eftir athugasemdum ef einhverjar eru við þessa tillögu sína áður en dagskráin verði birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, bregst við póstinum þar sem hún kallar eftir nánari upplýsingum um stjórnarmálin sem Steingrímur vildi setja á dagskrá. „Eru stjórnarmálin sem fara í 1. umræðu covid mál? Eru þetta mál sem er samstaða um? Fær stjórnarandstaðan þá þingmannamál á dagskrá sem eru ótengd covid?“ spyr Halldóra. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.Vísir/Vilhelm Í öðrum pósti ítrekar Steingrímur að sú dagskrá sem hann leggur til sé í samræmi við það sem rætt hafi verið deginum áður. „Hér er eingöngu um það að ræða að úr því það er þingfundur á annað borð þá verði nokkrum stjórnarfrumvörpum sem bíða 1. umræðu komið til nefndar og af stað í þinglega meðferð,“ skrifar Steingrímur. Þetta séu mál sem þingnefndirnar, sem funda í gegnum fjarfundabúnað, geti nýtt tímann í. Þau kalli ekki á viðveru annara en þeirra sem vilji taka þátt í umræðu og ekki standi til að hafa þingfundinn langt fram á kvöld. Væri betra að sleppa fundi alveg „[É]g spyr í allri vinsemd hvort ekki megi fallast á að með svona dagskrá sé tekið sanngjarnt tillit til málefnalegra óska og aðstæðna?“ skrifar Steingrímur. Þessu svarar Sigmundur Davíð, sem raunar er ekki þingflokksformaður heldur formaður Miðflokksins. „Þegar sjs [Steingrímur J. Sigfússon] segir ,,í fullri vinsemd“ er hann að gera eitthvað af sér. Það væri betra að sleppa fundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir,“ skrifar Sigmundur. „Því færri óumdeildum málum sem þau koma áfram þeim mun þrengra verður um sérstöku áhugamálin þeirra,“ bætir hann við. „Þeim mun meira færist yfir á síðasta þing kjörtímabilsins þar sem málin verða erfiðari bæði gagnvart stjórnarandstöðu og á milli stjórnarflokkanna.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist gera eitthvað „í fullri vinsemd“ sé hann að gera eitthvað af sér. Hann telji betra að sleppa þingfundi alveg en að „hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir.“ Því færri óumdeildum málum sem ríkisstjórnin komi áfram, þeim mun þrengra verði um „sérstök áhugamál“ ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum sem gengu milli Sigmundar, forseta Alþingis og þingflokksformanna í gær og fréttastofa hefur undir höndum. Líkt og Vísir greindi frá í dag sleit Steingrímur þingfundi í morgun eftir aðeins fjórar mínútur í framhaldi af því stjórnarandstaðan gerði athugasemdir við dagskrá þingfundarins. Þá voru saman komnir allt of margir þingmenn í salnum og þingforseti sakaður um að bera ábyrgð á því með því að setja ákveðin mál ríkisstjórnarinnar á dagskrá. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði á Alþingi í morgun að gengið hafi á milli þingforseta og þingflokksformanna tölvupóstar í gær þar sem forseta hafi verið bent á að með því að setja mál á dagskrá sem ekki tengist Covid-19 væri hann að fara á svig við það sem ákveðið hafi verið í forsætisnefnd um að setja aðeins Covid tengd mál á dagskrá. Sjá einnig: „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ „Það var karpað við hæstvirtan forseta í allan gærdag í tölvupóstum og hann veit það, að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um, að þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið,“ sagði Jón Þór. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Fréttastofa hefur hluta tölvupóstsamskiptanna frá því í gær undir höndum. Þar leggur Steingrímur til að fram fari þingfundur á morgun [í dag] sem hefjist klukkan 10:30. Hann leggur til að á dagskrá fundarins verði óundirbúnar fyrirspurnir og bætir við að „séu óskir um að störf þingsins verði einnig á dagskrá þá yrði það í beinu framhaldi. Þar á eftir kæmu nokkur stjórnarfrumvörp sem bíða 1. umræðu og eru með lægstu númerin, öll komin fram fyrir 1. apríl þannig að ekki þarf afbrigði,“ skrifar Steingrímur. Ekki er tilgreint nákvæmlega í póstinum um hvaða mál ríkisstjórnarinnar sé að ræða en málin sem hann vísar til eru sjö talsins, meðal annars mál frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Hann kallar eftir athugasemdum ef einhverjar eru við þessa tillögu sína áður en dagskráin verði birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, bregst við póstinum þar sem hún kallar eftir nánari upplýsingum um stjórnarmálin sem Steingrímur vildi setja á dagskrá. „Eru stjórnarmálin sem fara í 1. umræðu covid mál? Eru þetta mál sem er samstaða um? Fær stjórnarandstaðan þá þingmannamál á dagskrá sem eru ótengd covid?“ spyr Halldóra. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.Vísir/Vilhelm Í öðrum pósti ítrekar Steingrímur að sú dagskrá sem hann leggur til sé í samræmi við það sem rætt hafi verið deginum áður. „Hér er eingöngu um það að ræða að úr því það er þingfundur á annað borð þá verði nokkrum stjórnarfrumvörpum sem bíða 1. umræðu komið til nefndar og af stað í þinglega meðferð,“ skrifar Steingrímur. Þetta séu mál sem þingnefndirnar, sem funda í gegnum fjarfundabúnað, geti nýtt tímann í. Þau kalli ekki á viðveru annara en þeirra sem vilji taka þátt í umræðu og ekki standi til að hafa þingfundinn langt fram á kvöld. Væri betra að sleppa fundi alveg „[É]g spyr í allri vinsemd hvort ekki megi fallast á að með svona dagskrá sé tekið sanngjarnt tillit til málefnalegra óska og aðstæðna?“ skrifar Steingrímur. Þessu svarar Sigmundur Davíð, sem raunar er ekki þingflokksformaður heldur formaður Miðflokksins. „Þegar sjs [Steingrímur J. Sigfússon] segir ,,í fullri vinsemd“ er hann að gera eitthvað af sér. Það væri betra að sleppa fundi alveg en að hrúga einhverjum stjórnarmálum inn í nefndir,“ skrifar Sigmundur. „Því færri óumdeildum málum sem þau koma áfram þeim mun þrengra verður um sérstöku áhugamálin þeirra,“ bætir hann við. „Þeim mun meira færist yfir á síðasta þing kjörtímabilsins þar sem málin verða erfiðari bæði gagnvart stjórnarandstöðu og á milli stjórnarflokkanna.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Sjá meira
„Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35
Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12