Fótbolti

Hörður með flestar heppnaðar sendingar í Rússlandi

Sindri Sverrisson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon er fastamaður í vörn CSKA Moskvu.
Hörður Björgvin Magnússon er fastamaður í vörn CSKA Moskvu. vísir/getty

Hörður Björgvin Magnússon er öryggið uppmálað í sendingum sínum fyrir CSKA Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Samkvæmt Twitter-síðu rússnesku deildarinnar hefur Hörður átt 1.241 heppnaða sendingu í 20 leikjum í vetur, flestar allra leikmanna deildarinnar. Það gerir 62 heppnaðar sendingar að meðaltali í leik. Hörður hefur auk þess skorað tvö mörk en þessi 27 ára gamli miðvörður hefur spilað hvern einasta af leikjunum 20 frá upphafi til enda.

CSKA er í 5. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 22 leiki en nú hefur verið gert hlé á deildinni líkt og víðast annars staðar í Evrópu vegna kórónuveirunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×