De Niro segir ástandið í New York minna á 9/11 Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 10:25 Robert De Niro segir ríkisstjórnina hafa þurft að bregðast fyrr við. Þó er hann ánægður með viðbrögð ríkisstjóra New York. Vísir/Getty Leikarinn Robert De Niro segir það óraunverulegt að sjá götur stórborga heimsins nánast tómar eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Ástandið minni hann á dagana eftir árásirnar á tvíburaturnanna þann 11. september 2001, nema þetta sé eitthvað sem fólk hafi hingað til aðeins séð í bíómyndum. „Þetta gerðist oft hratt,“ sagði leikarinn í samtali við CNN í gær. Hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina bregðast fyrr við, þar sem það hafi verið löngu ljóst í hvað stefndi. Ef gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana fyrr væri ástandið að öllum líkindum betra. Sjá einnig: Drónamyndband yfir New York í útgöngubanni New York er eitt þeirra ríkja sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. De Niro hrósaði Andrew Cuomo ríkisstjóra New York fyrir hans viðbrögð og sagði hann standa sig vel í baráttunni við faraldurinn. Það er ansi tómlegt á Times Square í New York um þessar mundir eftir að útgöngubann tók gildi.Vísir/getty „Andrew Cuomo er að standa sig frábærlega. Það er hressandi að heyra hann tala og sjá hann taka stjórnina sama hvað gerist.“ Alls hafa 706.779 einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og hátt í 33 þúsund látist. Líkt og áður sagði er ástandið einna verst í New York-ríki þar sem tæplega 230 þúsund hafa greinst og um 13 þúsund látist. Útgöngubann er í gildi í New York og var það nýlega framlengt til 15. maí. Cuomo varaði íbúa við því að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda og sagði það auka hættuna á því að faraldurinn myndi versna til muna. „Hvað gerist eftir það veit ég ekki. Við þurfum að bíða og sjá hvað tölfræðin segir,“ sagði Cuomo þegar tilkynnt var um framlengingu útgöngubannsins. „Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft stjórn á veirunni. Við getum stýrt útbreiðslunni.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Leikarinn Robert De Niro segir það óraunverulegt að sjá götur stórborga heimsins nánast tómar eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Ástandið minni hann á dagana eftir árásirnar á tvíburaturnanna þann 11. september 2001, nema þetta sé eitthvað sem fólk hafi hingað til aðeins séð í bíómyndum. „Þetta gerðist oft hratt,“ sagði leikarinn í samtali við CNN í gær. Hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina bregðast fyrr við, þar sem það hafi verið löngu ljóst í hvað stefndi. Ef gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana fyrr væri ástandið að öllum líkindum betra. Sjá einnig: Drónamyndband yfir New York í útgöngubanni New York er eitt þeirra ríkja sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. De Niro hrósaði Andrew Cuomo ríkisstjóra New York fyrir hans viðbrögð og sagði hann standa sig vel í baráttunni við faraldurinn. Það er ansi tómlegt á Times Square í New York um þessar mundir eftir að útgöngubann tók gildi.Vísir/getty „Andrew Cuomo er að standa sig frábærlega. Það er hressandi að heyra hann tala og sjá hann taka stjórnina sama hvað gerist.“ Alls hafa 706.779 einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og hátt í 33 þúsund látist. Líkt og áður sagði er ástandið einna verst í New York-ríki þar sem tæplega 230 þúsund hafa greinst og um 13 þúsund látist. Útgöngubann er í gildi í New York og var það nýlega framlengt til 15. maí. Cuomo varaði íbúa við því að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda og sagði það auka hættuna á því að faraldurinn myndi versna til muna. „Hvað gerist eftir það veit ég ekki. Við þurfum að bíða og sjá hvað tölfræðin segir,“ sagði Cuomo þegar tilkynnt var um framlengingu útgöngubannsins. „Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft stjórn á veirunni. Við getum stýrt útbreiðslunni.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00
Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40