Íslendingur í Lúxemborg: „Það er búið að loka öllu nema landamærunum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2020 20:00 Gígja Birgisdóttir sem búsett er í Lúxemborg segir skrítið ástand þar vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir Íslensk kona búsett í Lúxemborg segir allt lokað nema landamærin því meirihluti heilbrigðisstarfsfólks komi frá aðliggjandi löndum og þurfi að komast til vinnu. Í Svíþjóð hafa yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang. Alls hafa140 manns hafa greinst með sjúkdóminn Covid 19 í Lúxemborg. Margir Íslendingar eru búsettir þar og meðal þeirra er Gígja Birgisdóttir atvinnurekandi. „Það er búið að loka öllu nema landamærunum og skrítið að fara um því alls staðar er tómt. Allir skólar eru lokaðir og fólk heldur sig bara heima,“ segur Gígja. Gígja segir hins vegar afar ólíklegt að landinu verði lokað eins og hefur gerst víða annars staðar. „Þeir geta ekki lokað landamærunum því yfir 70% af heilbrigðisstarfsmönnum búa í Þýskalandi Belgíu eða Frakklandi þannig að það væri allt eins hægt að loka spítulum hér. Gígja segir að aðeins séu tekin sýni hjá þeim veikustu og telur að mun fleiri séu smitaðir í Lúxemborg. Hún segir að stjórnvöld hafi gripið til ýmissa aðgerða í efnahagsmálum. Hér er verið að reyna að aðstoða fyrirtæki og finna lausnir í hagkerfinu,“ segir Gígja. Stjórnvöld í Svíþjóð gagnrýnd fyrir seinagang Hugi Ásgeirsson íbúi í Stokkhólmi segir að yfirvöld í Svíþjóð hafi verið gagnrýnd fyrir seinagang.Vísir Tæplega tólfhundruð manns hafa greinst með Covid 19 í Svíþjóð. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. „Viðbrögðin hafa verið hæg og Lýðheilsustofnun hér fengið á sig gagnrýni fyrir að vera hægari á sér en í öðrum löndum. Hér eru ennþá leyfðar samkomur fyrir 400 og færri þó að almenningi detti ekki í hug að fara á slíkar samkomur. Þá eru grunnskólar ennþá opnir,“ segir Hugi. Þá hafi ekki verið brugðist við á þegar fólk kom heim úr skíðaferðum frá Norður-ítalíu. Fólk sem kom heim frá þessum svæðum var ekki sett í sóttkví þó að vitað væri að veiran væri landlæg þar,“ segir hann. Fólk hafi áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. Það er búið að grafa undan heilbrigðiskerfinu í mörg, mörg ár og það er ekki vel í stakk búið að taka á móti svona faraldri að mati margra,“ segir Hugi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Íslensk kona búsett í Lúxemborg segir allt lokað nema landamærin því meirihluti heilbrigðisstarfsfólks komi frá aðliggjandi löndum og þurfi að komast til vinnu. Í Svíþjóð hafa yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang. Alls hafa140 manns hafa greinst með sjúkdóminn Covid 19 í Lúxemborg. Margir Íslendingar eru búsettir þar og meðal þeirra er Gígja Birgisdóttir atvinnurekandi. „Það er búið að loka öllu nema landamærunum og skrítið að fara um því alls staðar er tómt. Allir skólar eru lokaðir og fólk heldur sig bara heima,“ segur Gígja. Gígja segir hins vegar afar ólíklegt að landinu verði lokað eins og hefur gerst víða annars staðar. „Þeir geta ekki lokað landamærunum því yfir 70% af heilbrigðisstarfsmönnum búa í Þýskalandi Belgíu eða Frakklandi þannig að það væri allt eins hægt að loka spítulum hér. Gígja segir að aðeins séu tekin sýni hjá þeim veikustu og telur að mun fleiri séu smitaðir í Lúxemborg. Hún segir að stjórnvöld hafi gripið til ýmissa aðgerða í efnahagsmálum. Hér er verið að reyna að aðstoða fyrirtæki og finna lausnir í hagkerfinu,“ segir Gígja. Stjórnvöld í Svíþjóð gagnrýnd fyrir seinagang Hugi Ásgeirsson íbúi í Stokkhólmi segir að yfirvöld í Svíþjóð hafi verið gagnrýnd fyrir seinagang.Vísir Tæplega tólfhundruð manns hafa greinst með Covid 19 í Svíþjóð. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. „Viðbrögðin hafa verið hæg og Lýðheilsustofnun hér fengið á sig gagnrýni fyrir að vera hægari á sér en í öðrum löndum. Hér eru ennþá leyfðar samkomur fyrir 400 og færri þó að almenningi detti ekki í hug að fara á slíkar samkomur. Þá eru grunnskólar ennþá opnir,“ segir Hugi. Þá hafi ekki verið brugðist við á þegar fólk kom heim úr skíðaferðum frá Norður-ítalíu. Fólk sem kom heim frá þessum svæðum var ekki sett í sóttkví þó að vitað væri að veiran væri landlæg þar,“ segir hann. Fólk hafi áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. Það er búið að grafa undan heilbrigðiskerfinu í mörg, mörg ár og það er ekki vel í stakk búið að taka á móti svona faraldri að mati margra,“ segir Hugi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira