Fótbolti

UEFA staðfestir að leik Íslands og Rúmeníu verði frestað þar til í júní

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðið fagnar marki á móti Albaníu í undankeppni EM.
Íslenska landsliðið fagnar marki á móti Albaníu í undankeppni EM. EPA-EFE/MALTON DIBRA

Nú er það endalega ljóst sem allir vissu svo sem að leikur Íslands og Rúmeníu fer ekki fram á Laugardalsvellinum í mars.

Pólska knattspyrnusambandið sagði fyrst frá því á sínum miðlum að umspilsleikirnir og vináttulandsleikirnir sem áttu að fara fram í mars hafi nú verið færðir til júní. UEFA hefur nú staðfest þær breytingar.

Íslenska landsliðið mætir Rúmeníu í undanúrslitum síns umspils og fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum.

Vinni íslenska liðið þann leik þá tekur við úrslitaleikur á útivelli á móti annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi.

UEFA hefur líka staðfest að EM 2020 verði að EM 2021 og fari fram frá 11. júní til 11. júli 2021.

Pólska sambandið hefur heimildir fyrir því að Þjóðadeildinni verði ekki aflýst en að úrslitakeppni hennar verði spiluð síðar en sumarið 2021 alveg eins og úrslitakeppni Evrópumóts kvenna.

Þá verða leikir í undankeppni HM 2022, sem eiga að fara fram í júní 2021, færðir á annan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×