Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. mars 2020 12:30 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, við Ráðherrabústaðinn þar sem ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Vísir/Sigurjón Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. Forseti framkvæmdastjórnar ESB kallaði eftir því að ytri landamærum sambandsins yrði lokað og vildi fá aðildarríki Schengen, Ísland þar með talið, til að taka þátt í takmörkununum. Þetta segja íslensku ráðherrarnir tveir ekki byggja á heilbrigðis- eða vísindalegum grunni. Íslenskir ráðamenn funduðu um tilmæli ESB í utanríkisráðuneytinu í gær, með sendiherra ESB á Íslandi. Þar segjast Guðlaugur og Áslaug hafa komið á fram mótmælum við þessari tillögu en að þó sé ekki búið að taka formlega afstöðu til hennar. Guðlaugur Þór segir að hagsmunir Íslendinga, sem búa jú á eyju, séu fólgnir í því að hafa opnar flugleiðir. Þar að auki skorti vísindalegan grunn fyrir ákvörðun sem þessari. „Þetta er ekki byggt á bestu mögulegu heilbrigðisupplýsingum. Þetta hefur engin áhrif núna, eins og staðan er, en það er mjög erfitt að sjá nein haldbær rök fyrir því að fara þessa leið," sagðir Guðlaugur Þór að loknum fundi í ráðherrabústaðnum nú í hádeginu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.visir/vilhelm Áslaug Arna tekur í sama streng, tilmæli ESB um ferðabann séu ekki rökstudd með vísun til heilbrigðis- eða vísindalegra sjónarmiða. Íslensk stjórnvöld telji aftur á móti ábyrgt að fara að tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í þessum efnum. Áslaug segir að Ísland eigi nú í samskiptum við önnur ríki í svipaðri stöðu. Hún býst við því að formlegrar fyrirskipunar eða yfirlýsingar sé að vænta að loknum leiðtogafundi ESB í dag. Dagurinn verði því nýttur til að teikna upp mögulegar sviðsmyndir, viðbrögð og aðgerðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. Forseti framkvæmdastjórnar ESB kallaði eftir því að ytri landamærum sambandsins yrði lokað og vildi fá aðildarríki Schengen, Ísland þar með talið, til að taka þátt í takmörkununum. Þetta segja íslensku ráðherrarnir tveir ekki byggja á heilbrigðis- eða vísindalegum grunni. Íslenskir ráðamenn funduðu um tilmæli ESB í utanríkisráðuneytinu í gær, með sendiherra ESB á Íslandi. Þar segjast Guðlaugur og Áslaug hafa komið á fram mótmælum við þessari tillögu en að þó sé ekki búið að taka formlega afstöðu til hennar. Guðlaugur Þór segir að hagsmunir Íslendinga, sem búa jú á eyju, séu fólgnir í því að hafa opnar flugleiðir. Þar að auki skorti vísindalegan grunn fyrir ákvörðun sem þessari. „Þetta er ekki byggt á bestu mögulegu heilbrigðisupplýsingum. Þetta hefur engin áhrif núna, eins og staðan er, en það er mjög erfitt að sjá nein haldbær rök fyrir því að fara þessa leið," sagðir Guðlaugur Þór að loknum fundi í ráðherrabústaðnum nú í hádeginu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.visir/vilhelm Áslaug Arna tekur í sama streng, tilmæli ESB um ferðabann séu ekki rökstudd með vísun til heilbrigðis- eða vísindalegra sjónarmiða. Íslensk stjórnvöld telji aftur á móti ábyrgt að fara að tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í þessum efnum. Áslaug segir að Ísland eigi nú í samskiptum við önnur ríki í svipaðri stöðu. Hún býst við því að formlegrar fyrirskipunar eða yfirlýsingar sé að vænta að loknum leiðtogafundi ESB í dag. Dagurinn verði því nýttur til að teikna upp mögulegar sviðsmyndir, viðbrögð og aðgerðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43
Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28
Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35