Þrír starfsmenn Háteigsskóla smitaðir og skólanum lokað Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 12:17 Tómlegt var um að litast við Háteigsskóla í dag þegar ljósmyndara Vísis bar að garði. Vísir/Vilhelm Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og verður skólinn því lokaður í dag. Um er að ræða tvo kennara og einn starfsmann félagsmiðstöðvar við skólann. Frá þessu er greint í tölvupóstum frá skólastjórnendum og Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkur staðfestir það einnig í samtali við Vísi. Arndís Steinþórsdóttir skólastjóri Háteigsskóla staðfesti við fréttastofu í morgun að skólanum yrði lokað í dag. Hún vildi annars ekki tjá sig um málið fyrir utan það að unnið væri að málum með almannavörnum. Hún kvað þetta vera mjög sérstaka tíma og að foreldrum skólabarna verði haldið upplýstum um framhaldið síðar í dag. Háteigsskóli í morgun.Vísir/vilhelm Um hundrað manns, bæði nemendur og starfsmenn Háteigsskóla, eru nú í sóttkví. Bjarni segir að á meðan verði skólanum lokað, staðan metin og smitrakningateymi almannavarna gefið svigrúm til að athafna sig. Í tölvupósti frá skólastjórnendum kemur fram að þeir sem þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirutilfellanna þriggja hafi þegar verið látnir vita. „Þetta gerist þannig að það kemur upp smit í félagsmiðstöð, starfsmaður greinist og fimmtán nemendur í sóttkví. Svo kemur upp smit í skólanum, kennari greinist og 26 nemendur og sjö kennarar í sóttkví. Svo aftur 16., þá kemur aftur upp annað smit og þá fara 36 nemendur og fimm starfsmenn í sóttkví,“ segir Bjarni. Bjarni segir að fyrsta smitið hafi verið staðfest 15. mars og seinni smitin tvö svo koll af kolli. Hann veit ekki til þess að fleiri skólum í Reykjavík hafi verið lokað vegna kórónuveirusmita. Tómar kennslustofur í Háteigsskóla.Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og verður skólinn því lokaður í dag. Um er að ræða tvo kennara og einn starfsmann félagsmiðstöðvar við skólann. Frá þessu er greint í tölvupóstum frá skólastjórnendum og Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkur staðfestir það einnig í samtali við Vísi. Arndís Steinþórsdóttir skólastjóri Háteigsskóla staðfesti við fréttastofu í morgun að skólanum yrði lokað í dag. Hún vildi annars ekki tjá sig um málið fyrir utan það að unnið væri að málum með almannavörnum. Hún kvað þetta vera mjög sérstaka tíma og að foreldrum skólabarna verði haldið upplýstum um framhaldið síðar í dag. Háteigsskóli í morgun.Vísir/vilhelm Um hundrað manns, bæði nemendur og starfsmenn Háteigsskóla, eru nú í sóttkví. Bjarni segir að á meðan verði skólanum lokað, staðan metin og smitrakningateymi almannavarna gefið svigrúm til að athafna sig. Í tölvupósti frá skólastjórnendum kemur fram að þeir sem þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirutilfellanna þriggja hafi þegar verið látnir vita. „Þetta gerist þannig að það kemur upp smit í félagsmiðstöð, starfsmaður greinist og fimmtán nemendur í sóttkví. Svo kemur upp smit í skólanum, kennari greinist og 26 nemendur og sjö kennarar í sóttkví. Svo aftur 16., þá kemur aftur upp annað smit og þá fara 36 nemendur og fimm starfsmenn í sóttkví,“ segir Bjarni. Bjarni segir að fyrsta smitið hafi verið staðfest 15. mars og seinni smitin tvö svo koll af kolli. Hann veit ekki til þess að fleiri skólum í Reykjavík hafi verið lokað vegna kórónuveirusmita. Tómar kennslustofur í Háteigsskóla.Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20