Þrír starfsmenn Háteigsskóla smitaðir og skólanum lokað Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 12:17 Tómlegt var um að litast við Háteigsskóla í dag þegar ljósmyndara Vísis bar að garði. Vísir/Vilhelm Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og verður skólinn því lokaður í dag. Um er að ræða tvo kennara og einn starfsmann félagsmiðstöðvar við skólann. Frá þessu er greint í tölvupóstum frá skólastjórnendum og Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkur staðfestir það einnig í samtali við Vísi. Arndís Steinþórsdóttir skólastjóri Háteigsskóla staðfesti við fréttastofu í morgun að skólanum yrði lokað í dag. Hún vildi annars ekki tjá sig um málið fyrir utan það að unnið væri að málum með almannavörnum. Hún kvað þetta vera mjög sérstaka tíma og að foreldrum skólabarna verði haldið upplýstum um framhaldið síðar í dag. Háteigsskóli í morgun.Vísir/vilhelm Um hundrað manns, bæði nemendur og starfsmenn Háteigsskóla, eru nú í sóttkví. Bjarni segir að á meðan verði skólanum lokað, staðan metin og smitrakningateymi almannavarna gefið svigrúm til að athafna sig. Í tölvupósti frá skólastjórnendum kemur fram að þeir sem þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirutilfellanna þriggja hafi þegar verið látnir vita. „Þetta gerist þannig að það kemur upp smit í félagsmiðstöð, starfsmaður greinist og fimmtán nemendur í sóttkví. Svo kemur upp smit í skólanum, kennari greinist og 26 nemendur og sjö kennarar í sóttkví. Svo aftur 16., þá kemur aftur upp annað smit og þá fara 36 nemendur og fimm starfsmenn í sóttkví,“ segir Bjarni. Bjarni segir að fyrsta smitið hafi verið staðfest 15. mars og seinni smitin tvö svo koll af kolli. Hann veit ekki til þess að fleiri skólum í Reykjavík hafi verið lokað vegna kórónuveirusmita. Tómar kennslustofur í Háteigsskóla.Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Þrír starfsmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og verður skólinn því lokaður í dag. Um er að ræða tvo kennara og einn starfsmann félagsmiðstöðvar við skólann. Frá þessu er greint í tölvupóstum frá skólastjórnendum og Bjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkur staðfestir það einnig í samtali við Vísi. Arndís Steinþórsdóttir skólastjóri Háteigsskóla staðfesti við fréttastofu í morgun að skólanum yrði lokað í dag. Hún vildi annars ekki tjá sig um málið fyrir utan það að unnið væri að málum með almannavörnum. Hún kvað þetta vera mjög sérstaka tíma og að foreldrum skólabarna verði haldið upplýstum um framhaldið síðar í dag. Háteigsskóli í morgun.Vísir/vilhelm Um hundrað manns, bæði nemendur og starfsmenn Háteigsskóla, eru nú í sóttkví. Bjarni segir að á meðan verði skólanum lokað, staðan metin og smitrakningateymi almannavarna gefið svigrúm til að athafna sig. Í tölvupósti frá skólastjórnendum kemur fram að þeir sem þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirutilfellanna þriggja hafi þegar verið látnir vita. „Þetta gerist þannig að það kemur upp smit í félagsmiðstöð, starfsmaður greinist og fimmtán nemendur í sóttkví. Svo kemur upp smit í skólanum, kennari greinist og 26 nemendur og sjö kennarar í sóttkví. Svo aftur 16., þá kemur aftur upp annað smit og þá fara 36 nemendur og fimm starfsmenn í sóttkví,“ segir Bjarni. Bjarni segir að fyrsta smitið hafi verið staðfest 15. mars og seinni smitin tvö svo koll af kolli. Hann veit ekki til þess að fleiri skólum í Reykjavík hafi verið lokað vegna kórónuveirusmita. Tómar kennslustofur í Háteigsskóla.Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám sama „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20