UEFA krefst hárra bóta vegna frestunar EM Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 06:00 EM á að fara fram í 12 borgum. vísir/getty UEFA mun krefjast 275 milljóna punda, jafnvirði um 46 milljarða króna, frá aðildarfélögum sínum og deildum til að bregðast við tapinu af því að fresta EM karla í fótbolta um eitt ár. Útlit er fyrir að Evrópumótinu, sem hefjast átti í júní, verði frestað um ár og samkvæmt frétt The Athletic áætlar UEFA að kostnaðurinn við það verði svo hár sem fyrr segir. Formenn knattspyrnusambandanna 55 sem eiga aðild að UEFA munu ræða um EM og framhaldið í öðrum keppnum á fjarfundi í dag. Það mun vera skýr vilji landsdeildanna og knattspyrnufélaga í Evrópu að klára með einhverjum hætti tímabilið sem nú hefur verið gert hlé á vegna kórónuveirunnar, frekar en að tímabilinu verði nú sagt lokið og núverandi stöður í deildum látnar gilda. Þar að auki er ljóst að seinni kosturinn hefði í för með sér mikla lagalega óvissu. Samkvæmt frétt The Athletic ríkir enn bjartsýni um það í flestum deildum og hjá flestum knattspyrnufélögum Evrópu að hægt verði að ljúka keppnum í deildunum í maí eða júní, þrátt fyrir óvissuna vegna kórónvueirunnar. Þá sé einnig mögulegt að klára tímabil í júlí eða stytta það með því að notast við útsláttarfyrirkomulag með einhverjum hætti. The Athletic segir að hugmyndir UEFA um að fá bætur frá félögum og deildum verði kynntar aðilum á neyðarfundum á morgun, þegar staðfest verði að EM verði frestað um eitt ár. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Rúmenar fara fram á frestun Fátt bendir til þess að Ísland og Rúmenía mætist á Laugardalsvelli 26. mars, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta. Rúmenska knattspyrnusambandið mun á morgun formlega óska eftir því að umspilinu verði frestað. 16. mars 2020 18:00 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
UEFA mun krefjast 275 milljóna punda, jafnvirði um 46 milljarða króna, frá aðildarfélögum sínum og deildum til að bregðast við tapinu af því að fresta EM karla í fótbolta um eitt ár. Útlit er fyrir að Evrópumótinu, sem hefjast átti í júní, verði frestað um ár og samkvæmt frétt The Athletic áætlar UEFA að kostnaðurinn við það verði svo hár sem fyrr segir. Formenn knattspyrnusambandanna 55 sem eiga aðild að UEFA munu ræða um EM og framhaldið í öðrum keppnum á fjarfundi í dag. Það mun vera skýr vilji landsdeildanna og knattspyrnufélaga í Evrópu að klára með einhverjum hætti tímabilið sem nú hefur verið gert hlé á vegna kórónuveirunnar, frekar en að tímabilinu verði nú sagt lokið og núverandi stöður í deildum látnar gilda. Þar að auki er ljóst að seinni kosturinn hefði í för með sér mikla lagalega óvissu. Samkvæmt frétt The Athletic ríkir enn bjartsýni um það í flestum deildum og hjá flestum knattspyrnufélögum Evrópu að hægt verði að ljúka keppnum í deildunum í maí eða júní, þrátt fyrir óvissuna vegna kórónvueirunnar. Þá sé einnig mögulegt að klára tímabil í júlí eða stytta það með því að notast við útsláttarfyrirkomulag með einhverjum hætti. The Athletic segir að hugmyndir UEFA um að fá bætur frá félögum og deildum verði kynntar aðilum á neyðarfundum á morgun, þegar staðfest verði að EM verði frestað um eitt ár.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Rúmenar fara fram á frestun Fátt bendir til þess að Ísland og Rúmenía mætist á Laugardalsvelli 26. mars, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta. Rúmenska knattspyrnusambandið mun á morgun formlega óska eftir því að umspilinu verði frestað. 16. mars 2020 18:00 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Rúmenar fara fram á frestun Fátt bendir til þess að Ísland og Rúmenía mætist á Laugardalsvelli 26. mars, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta. Rúmenska knattspyrnusambandið mun á morgun formlega óska eftir því að umspilinu verði frestað. 16. mars 2020 18:00