Innlent

Rafmagnslaust um stutta stund víða á höfuðborgarsvæðinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Meðal annars er rafmagnslaust í hlutum Kópavogs.
Meðal annars er rafmagnslaust í hlutum Kópavogs. Vísir/Vilhelm

Rafmagnslaust varð í Garðabæ, Hafnarfirði og hluta Kópavogs á ellefta tímanum í kvöld. Rafmagn er komið aftur á flestum stöðum, eftir upplýsingum frá Landsneti.

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að ástæða þess að rafmagn hafi farið af í 20 til 30 mínútur á umræddu svæði hafi verið að hluti svokallaðrar Hnoðraholtslínu, sem liggur á milli Hamraness og Hnoðraholts, hafi farið út.

Hún ástæðu þess að hluti línunnar hafi farið ekki liggja fyrir, en að tilkynningar frá Landsneti sé að vænta um leið og komist verði til botns í því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×