Íslendingur í Kína segir kórónuveiruna á undanhaldi þar í landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2020 18:02 Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína. Facebook/Snorri Sigurðsson Snorri Sigurðsson, einn framkvæmdastjóra Arla Foods í Peking í Kína, segir aðgerðir stjórnvalda þar í landi gegn kórónuveirunni vera farin að snúast að því að koma í veg fyrir að veiran komi aftur til landsins. Hann segir veiruna á undanhaldi í Kína en nú í dag greindust þar í landi um 20 einstaklingar og var hægt að rekja flest smitanna til annarra landa. Því snúist aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst að því að hindra að smit berist aftur til landsins að utan. „Hér í Peking virðist þetta vera komið undir nokkuð góða stjórn og til dæmis kom ekki upp neitt nýtt smit hér í gær sem er afskaplega góðs viti.“ Þá segir hann mikinn mun á aðstæðum nú í dag og fyrir viku síðan. „Þetta byrjar hérna í Kína um áramótin, eða reyndar fyrir áramótin, en aðgerðir stjórnvalda hófust hér í kring um 23. janúar þegar sett var á nánast útgöngubann í Wuhan-borg þar sem aðalsmitið kom upp og fljótlega upp úr því bárust sambærilegar aðgerðir út um alla Kína. Stjórnvöld tóku frekar skarpt á málinu, sem betur fer, og það tók sex vikur frá því að raunverulegar aðgerðir hófust til að sporna við útbreiðslunni þangað til við erum komin á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Snorri. Enn eru þó einhverjir í sóttkví og þurfta til að mynda allir einstaklingar sem koma til Kína, sama í hvaða erindagjörðum og hvaðan, að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttkvíin sé þó með talsvert öðru móti en hér á Íslandi en þar fær fólk ekki að fara út af heimilum sínum. „Hér eru heimilin algjörlega lokuð af þannig að það fer enginn inn og engin út. Ef það vantar einhverjar veitingar eða vörur eða aðföng verður að panta það bara á netinu og fá það afhent í sérstakan kassa sem er hér fyrir utan húsin hjá fólk,“ segir Snorri. Þá nefnir hann það að þurfi fólk að losna við sorp þurfi sé það sett í einangrað ílát sem tæmt sé af fólki í smitvarnargöllum og allt sorp af heimilum í sóttkví sé sótt á sérstökum sorpbíl. Hann segir Arla hafa fengið á sig töluvert högg líkt og önnur fyrirtæki þegar faraldurinn hófst og enn sjáist ekki fyrir endann á því. Veitingastaðir, sem eru þeirra stærstu viðskiptavinir, hafi meira og minna allir lokað á tímabili og þótt að þeir séu farnir að opna aftur séu hjólin enn ekki farin að snúast að fullu á ný. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Sá Trump aldrei hegða sér ósæmilega og kannast ekki við kúnnalistann Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Snorri Sigurðsson, einn framkvæmdastjóra Arla Foods í Peking í Kína, segir aðgerðir stjórnvalda þar í landi gegn kórónuveirunni vera farin að snúast að því að koma í veg fyrir að veiran komi aftur til landsins. Hann segir veiruna á undanhaldi í Kína en nú í dag greindust þar í landi um 20 einstaklingar og var hægt að rekja flest smitanna til annarra landa. Því snúist aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst að því að hindra að smit berist aftur til landsins að utan. „Hér í Peking virðist þetta vera komið undir nokkuð góða stjórn og til dæmis kom ekki upp neitt nýtt smit hér í gær sem er afskaplega góðs viti.“ Þá segir hann mikinn mun á aðstæðum nú í dag og fyrir viku síðan. „Þetta byrjar hérna í Kína um áramótin, eða reyndar fyrir áramótin, en aðgerðir stjórnvalda hófust hér í kring um 23. janúar þegar sett var á nánast útgöngubann í Wuhan-borg þar sem aðalsmitið kom upp og fljótlega upp úr því bárust sambærilegar aðgerðir út um alla Kína. Stjórnvöld tóku frekar skarpt á málinu, sem betur fer, og það tók sex vikur frá því að raunverulegar aðgerðir hófust til að sporna við útbreiðslunni þangað til við erum komin á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Snorri. Enn eru þó einhverjir í sóttkví og þurfta til að mynda allir einstaklingar sem koma til Kína, sama í hvaða erindagjörðum og hvaðan, að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttkvíin sé þó með talsvert öðru móti en hér á Íslandi en þar fær fólk ekki að fara út af heimilum sínum. „Hér eru heimilin algjörlega lokuð af þannig að það fer enginn inn og engin út. Ef það vantar einhverjar veitingar eða vörur eða aðföng verður að panta það bara á netinu og fá það afhent í sérstakan kassa sem er hér fyrir utan húsin hjá fólk,“ segir Snorri. Þá nefnir hann það að þurfi fólk að losna við sorp þurfi sé það sett í einangrað ílát sem tæmt sé af fólki í smitvarnargöllum og allt sorp af heimilum í sóttkví sé sótt á sérstökum sorpbíl. Hann segir Arla hafa fengið á sig töluvert högg líkt og önnur fyrirtæki þegar faraldurinn hófst og enn sjáist ekki fyrir endann á því. Veitingastaðir, sem eru þeirra stærstu viðskiptavinir, hafi meira og minna allir lokað á tímabili og þótt að þeir séu farnir að opna aftur séu hjólin enn ekki farin að snúast að fullu á ný.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Sá Trump aldrei hegða sér ósæmilega og kannast ekki við kúnnalistann Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23