Forseti ákveður fundi ríkisráðs eftir tillögum forsætisráðherra og stýrir fundunum. Bera skal upp fyrir forseta í ríkisráði öll lög, þar á meðal bráðabirgðalög og mikilvægar stjórnarráðstafanir.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar auk Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands voru allir viðstaddir fundinn í morgun. Öll sem eitt báru þau grímur, líkt og sést á mynd sem tekin var á fundinum í dag.
Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir fundinn, sem kvaðst horfa björtum augum til næsta árs.