Innlent

Grímuklædd á síðasta ríkisráðsfundi ársins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og forseti Íslands á ríkisráðsfundi í morgun.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og forseti Íslands á ríkisráðsfundi í morgun. Skjáskot/Stöð 2

Rík­is­ráð kom sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum klukk­an 11 í síðasta sinn á árinu. Löng hefð er fyr­ir því að ráðið, sem sam­an­stend­ur af ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og for­seta Íslands, komi sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum á gaml­árs­dag.

Forseti ákveður fundi ríkisráðs eftir tillögum forsætisráðherra og stýrir fundunum. Bera skal upp fyrir forseta í ríkisráði öll lög, þar á meðal bráðabirgðalög og mikilvægar stjórnarráðstafanir. 

Ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar auk Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands voru all­ir viðstadd­ir fundinn í morgun. Öll sem eitt báru þau grímur, líkt og sést á mynd sem tekin var á fundinum í dag. 

Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir fundinn, sem kvaðst horfa björtum augum til næsta árs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.