„Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“ Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 17:54 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum. Vísir greindi frá því í gær að kurr væri í félagsmönnum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna forgangsröðunar. Í „fullkomnum heimi“ ættu þeir að vera í fyrsta eða öðrum forgangshópi að mati formannsins. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í dag að forgangsröðunin tæki mið af fyrirliggjandi reglugerð, og við gerð hennar hafi verið metið hvaða hópar þyrftu fyrst að fá bólusetningu. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem störfuðu mest með sjúklingum væru hvað útsettir og því væru þeir, ásamt öldruðum, í fyrsta forgangshópi. „Við settum í forgang heilbrigðisstarfsmenn sem eru hvað mest útsettir fyrir veirunni og þannig líklegastir til að sýkjast. Það eru þeir sem eru yfir sjúklingum, það þarf að soga, það getur komið mikið úðasmit frá þessum einstaklingum. Þess vegna eru þeir í forgangi. Svo náttúrulega aldraðir, þar sem dánartalan er hæst. Þetta eru þeir hópar, sérstaklega aldraðir, sem við viljum einbeita okkur að núna til þess að forða frá sýkingunni.“ Aðrir myndu færast aftar Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í gær með fyrstu skömmtunum sem komu hingað til lands. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Með þessari fyrstu sendingu komu tíu þúsund skammtar sem duga til þess að bólusetja fimm þúsund manns. Þórólfur segir ljóst að á meðan bóluefni er af skornum skammti mun koma upp ákveðin tregða í hópum sem langar í bóluefnið. Það sé þó jákvætt að fólk sé jafn tilbúið að láta bólusetja sig og raun ber vitni. „Það eru margir sem vilja vera framarlega og fremst í röðinni en það geta ekki allir verið fremstir. Ef einhver hópur fer fram fyrir þá eru aðrir sem fara aftur og fá ekki bóluefni. Það eru margir sem eru óánægðir með að vera ekki framarlega en það sýnir bara áhugann á bólusetningunni,“ segir Þórólfur. „Á meðan við fáum ekki meira bóluefni þá verður svona kraumandi óánægja að fá ekki bóluefni, en það er lítið við því að gera. Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að kurr væri í félagsmönnum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna forgangsröðunar. Í „fullkomnum heimi“ ættu þeir að vera í fyrsta eða öðrum forgangshópi að mati formannsins. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í dag að forgangsröðunin tæki mið af fyrirliggjandi reglugerð, og við gerð hennar hafi verið metið hvaða hópar þyrftu fyrst að fá bólusetningu. Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem störfuðu mest með sjúklingum væru hvað útsettir og því væru þeir, ásamt öldruðum, í fyrsta forgangshópi. „Við settum í forgang heilbrigðisstarfsmenn sem eru hvað mest útsettir fyrir veirunni og þannig líklegastir til að sýkjast. Það eru þeir sem eru yfir sjúklingum, það þarf að soga, það getur komið mikið úðasmit frá þessum einstaklingum. Þess vegna eru þeir í forgangi. Svo náttúrulega aldraðir, þar sem dánartalan er hæst. Þetta eru þeir hópar, sérstaklega aldraðir, sem við viljum einbeita okkur að núna til þess að forða frá sýkingunni.“ Aðrir myndu færast aftar Bólusetningar með bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer hófust á Íslandi í gær með fyrstu skömmtunum sem komu hingað til lands. Starfsmenn á gjörgæsludeild og bráðamóttöku fengu fyrstu sprauturnar og því næst var hafist handa við að bólusetja heimilismenn á hjúkrunarheimilum, auk annarra heilbrigðisstarfsmanna í framlínu. Með þessari fyrstu sendingu komu tíu þúsund skammtar sem duga til þess að bólusetja fimm þúsund manns. Þórólfur segir ljóst að á meðan bóluefni er af skornum skammti mun koma upp ákveðin tregða í hópum sem langar í bóluefnið. Það sé þó jákvætt að fólk sé jafn tilbúið að láta bólusetja sig og raun ber vitni. „Það eru margir sem vilja vera framarlega og fremst í röðinni en það geta ekki allir verið fremstir. Ef einhver hópur fer fram fyrir þá eru aðrir sem fara aftur og fá ekki bóluefni. Það eru margir sem eru óánægðir með að vera ekki framarlega en það sýnir bara áhugann á bólusetningunni,“ segir Þórólfur. „Á meðan við fáum ekki meira bóluefni þá verður svona kraumandi óánægja að fá ekki bóluefni, en það er lítið við því að gera. Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40
Sprautan breytir litlu fyrst um sinn á heimili þess fyrsta Bólusetning 20 heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fyrir kórónuveirunni á morgun mun breyta litlu fyrir starfið fyrst um sinn, að sögn forstöðumanns. Allir séu þó mjög spenntir fyrir bóluefninu, þar á meðal Þorleifur Hauksson, íbúi Seljahlíðar og sá fyrsti utan heilbrigðisstéttar sem bólusettur verður fyrir veirunni á Íslandi. 28. desember 2020 19:20
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent