Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 13:45 Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ætlar sér mögulega að breyta frumvarpinu um ávísanirnar svo Demókratar vilji ekki samþykkja það. AP/Nicholas Kamm Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarpið út vikuna en Demókratar hafa þrýst mikið á Repúblikana og Trump hefur gert það sömuleiðis. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir sjái nauðsyn þess að hækka upphæðina en 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Georgíu, sem eiga á hættu að tapa sætum sínum í aukakosningum í síðasta mánuði, sagt að þeir styðji hugmyndina. Minnst þrír aðrir öldungadeildarþingmenn hafa sagt nokkuð til í hugmyndinni, samkvæmt Washington Post. Aðrir þvertaka fyrir að þess sé þörf og telja það of mikla eyðslu úr ríkissjóði. $2000 ASAP!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2020 Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. McConnell sér þó mögulega leik á borði, eins og hann gaf í skyn í gær, með því að sameina frumvarpið um ávísanirnar við önnur frumvörp sem snúa meðal annars að því að stofna sérstaka nefnd til að rannsaka kosningasvik og að fella niður lagavernd tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja vegna ummæla á miðlum þeirra. Bæði þessi frumvörp eru kappsmál forsetans en demókratar eru andvígir þessu báðu og myndu aldrei samþykkja sameiginlegt frumvarp. Leiðtogar flokksins hafa þegar brugðist við og gagnrýnt McConnell. „McConnell veit hvernig hann getur gert tvö þúsund dala ávísanir að raunveruleika og hann veit hvernig hann getur drepið þær,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni í gærkvöldi. Hann sagði að það gæti McConnell gert ef hann reyndi að sameina frumvarpið um ávísanirnar, sem hefði verið samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni, með óaðkomandi frumvörpum sem sneru ekkert að því að hjálpa íbúum Bandaríkjanna. Að svo stöddu virðist McConnell þó einbeita sér að því að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. Fulltrúadeildin hefur þegar gert það og er útlit fyrir að öldungadeildin muni greiða atkvæði um málið í næstu viku, samkvæmt frétt Politico. Demókaratar hafa þó hótað því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna verði ekki tekið á málinu varðandi ávísanirnar. Deilurnar á milli Trumps og Repúblikana varðandi það frumvarp og önnur mál voru bersýnilegar í gær þegar Trump sendi leiðtogum flokksins skammir á Twitter. Sagði hann meðal annars að þeir væru aumkunarverðir, aumir og þreyttir. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Sjá meira
Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarpið út vikuna en Demókratar hafa þrýst mikið á Repúblikana og Trump hefur gert það sömuleiðis. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir sjái nauðsyn þess að hækka upphæðina en 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Georgíu, sem eiga á hættu að tapa sætum sínum í aukakosningum í síðasta mánuði, sagt að þeir styðji hugmyndina. Minnst þrír aðrir öldungadeildarþingmenn hafa sagt nokkuð til í hugmyndinni, samkvæmt Washington Post. Aðrir þvertaka fyrir að þess sé þörf og telja það of mikla eyðslu úr ríkissjóði. $2000 ASAP!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2020 Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. McConnell sér þó mögulega leik á borði, eins og hann gaf í skyn í gær, með því að sameina frumvarpið um ávísanirnar við önnur frumvörp sem snúa meðal annars að því að stofna sérstaka nefnd til að rannsaka kosningasvik og að fella niður lagavernd tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja vegna ummæla á miðlum þeirra. Bæði þessi frumvörp eru kappsmál forsetans en demókratar eru andvígir þessu báðu og myndu aldrei samþykkja sameiginlegt frumvarp. Leiðtogar flokksins hafa þegar brugðist við og gagnrýnt McConnell. „McConnell veit hvernig hann getur gert tvö þúsund dala ávísanir að raunveruleika og hann veit hvernig hann getur drepið þær,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni í gærkvöldi. Hann sagði að það gæti McConnell gert ef hann reyndi að sameina frumvarpið um ávísanirnar, sem hefði verið samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni, með óaðkomandi frumvörpum sem sneru ekkert að því að hjálpa íbúum Bandaríkjanna. Að svo stöddu virðist McConnell þó einbeita sér að því að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. Fulltrúadeildin hefur þegar gert það og er útlit fyrir að öldungadeildin muni greiða atkvæði um málið í næstu viku, samkvæmt frétt Politico. Demókaratar hafa þó hótað því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna verði ekki tekið á málinu varðandi ávísanirnar. Deilurnar á milli Trumps og Repúblikana varðandi það frumvarp og önnur mál voru bersýnilegar í gær þegar Trump sendi leiðtogum flokksins skammir á Twitter. Sagði hann meðal annars að þeir væru aumkunarverðir, aumir og þreyttir.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Sjá meira