Innlent

Þrjú flutt á slysa­deild eftir aftan­á­keyrslu við Hellis­heiðar­virkjun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun í morgun.
Frá vettvangi við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun í morgun. Vísir/kristófer

Þrjú voru flutt á slysadeild með minniháttar meiðsli í morgun eftir aftanákeyrslu við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun.

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að slysið hafi orðið rétt fyrir klukkan níu í morgun. Hann segir að tveir bílar hafi átt hlut að máli en annar ók aftan á hinn sem var að keyra inn á afleggjarann.

Þrír lögreglubílar voru sendir á vettvang, auk sjúkrabíla. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild í Fossvogi og einn á Selfoss.

Frá vettvangi í morgun.Vísir/kristófer


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×