Man. United með fleiri stig en Liverpool síðan Bruno kom Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 08:31 Manchester United gerði frábær kaup í Bruno Fernandes sem hefur komið með beinum hætti að 32 mörkum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2020. Getty/Matthew Ashton Bruno Fernandes hefur gjörbreytt liði Manchester United síðan að félagið keypti hann frá Sporting fyrir ellefu mánuðum síðan og það sýna líka tölurnar. Portúgalinn Bruno Fernandes var enn á ný örlagavaldurinn í gærkvöldi þegar Manchester United komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Bruno lagði þá upp sigurmark Marcus Rashford sem kom á þriðju mínútu í uppbótatíma leiksins. Fernandes hefur þar með gefið sjö stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og hefur alls komið að 32 mörkum í 29 leikjum með United liðinu. Bruno Fernandes for Manchester United in 2020:29 games18 goals14 assists pic.twitter.com/wRxKgHisbC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Það er ekkert skrýtið að spekingar séu farnir að bera áhrif Bruno Fernandes á liðið við þau áhrif sem Eric Cantona hafði á United þegar liðið endaði langa bið eftir Englandsmeistaratitlinum. United var búið að bíða í 26 ár þegar titilinn vannst loksins með hjálp Cantona árið 1993 en í vor verða liðin átta ár frá síðasta meistaratitli Manchetser United. Það er mjög athyglisvert að skoða tölur Bruno Fernandes í ensku úrvalsdeildinni í samanburði við frammistöðu annarra leikmanna og liða síðan að Manchester United keypti hann 29. janúar síðastliðinn. Bruno Fernandes hefur komið með beinum hætti að fimm mörkum fleira en næsti maður á þessum tíma. Sá sem er í öðru sætinu er Liverpool framherjinn Mohamed Salah. Salah hefur skorað fleiri mörk en Burno er með tvöfalt fleiri stoðsendingar. Frammistaða Bruno er líka að hafa mikil áhrif á gengi Manchester United liðsins sem hefur fengið flest stig af öllum liðum deildarinnar síðan að Portúgalinn kom. Manchester United hefur náð í 62 stig í 29 leikjum síðan 1. febrúar 2020 eða einu stigi meira en Liverpool liðið og sex stigum meira en nágrannar þeirra í Manchester City. Topplistana tvo má sjá hér fyrir neðan. Bruno Fernandes has been directly involved in more Premier League goals than any other player since his debut.Man Utd have won more points than any other club since Bruno Fernandes debut.The greatest debut year in the competition's history? pic.twitter.com/sDGzQ0T1Vg— William Hill (@WilliamHill) December 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira
Portúgalinn Bruno Fernandes var enn á ný örlagavaldurinn í gærkvöldi þegar Manchester United komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Bruno lagði þá upp sigurmark Marcus Rashford sem kom á þriðju mínútu í uppbótatíma leiksins. Fernandes hefur þar með gefið sjö stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og hefur alls komið að 32 mörkum í 29 leikjum með United liðinu. Bruno Fernandes for Manchester United in 2020:29 games18 goals14 assists pic.twitter.com/wRxKgHisbC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Það er ekkert skrýtið að spekingar séu farnir að bera áhrif Bruno Fernandes á liðið við þau áhrif sem Eric Cantona hafði á United þegar liðið endaði langa bið eftir Englandsmeistaratitlinum. United var búið að bíða í 26 ár þegar titilinn vannst loksins með hjálp Cantona árið 1993 en í vor verða liðin átta ár frá síðasta meistaratitli Manchetser United. Það er mjög athyglisvert að skoða tölur Bruno Fernandes í ensku úrvalsdeildinni í samanburði við frammistöðu annarra leikmanna og liða síðan að Manchester United keypti hann 29. janúar síðastliðinn. Bruno Fernandes hefur komið með beinum hætti að fimm mörkum fleira en næsti maður á þessum tíma. Sá sem er í öðru sætinu er Liverpool framherjinn Mohamed Salah. Salah hefur skorað fleiri mörk en Burno er með tvöfalt fleiri stoðsendingar. Frammistaða Bruno er líka að hafa mikil áhrif á gengi Manchester United liðsins sem hefur fengið flest stig af öllum liðum deildarinnar síðan að Portúgalinn kom. Manchester United hefur náð í 62 stig í 29 leikjum síðan 1. febrúar 2020 eða einu stigi meira en Liverpool liðið og sex stigum meira en nágrannar þeirra í Manchester City. Topplistana tvo má sjá hér fyrir neðan. Bruno Fernandes has been directly involved in more Premier League goals than any other player since his debut.Man Utd have won more points than any other club since Bruno Fernandes debut.The greatest debut year in the competition's history? pic.twitter.com/sDGzQ0T1Vg— William Hill (@WilliamHill) December 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira