Varsjáin hefur „tekið“ mest af Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 11:31 Leikmenn Liverpool hópast að Craig Pawson dómara og eru allt annað en sáttir. Getty/Robbie Jay Barratt Staðreyndirnar tala sínu máli. Varsjáin hefur tekið mest að Englandsmeisturum Liverpool af öllum tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Varsjáin er auðvitað til taks til að leiðrétta mistök dómara en oftar en ekki hefur hún verið að dæma eftir millimetrum eða í mjög tæpum atvikum sem hefur pirrað margan knattspyrnuáhugamanninn. Stuðningsmenn Liverpool eru örugglega á taugum eftir þessa fyrstu mánuði tímabilsins enda hefur Varsjáin ekki verið liðinu hagstæð þar sem af er. Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa átta sinnum þurft að horfa upp á VAR taka eitthvað af liðinu á þessu tímabili. Aðeins þrisvar hefur VAR dómur fallið með Liverpool liðinu. Liverpool Echo sló upp samantekt frá ESPN þar sem má sjá lista yfir plús og mínus stöðu liðanna í deildinni út frá hagstæðum og óhagstæðum dómum myndbandadómaranna í Stockley Park. Liverpool have been the worst affected team in the Premier League when it comes to VAR this season. Figures published by ESPN show that no other side has suffered more in terms of decision overturned on video evidence. #awlfc [liverpool echo] pic.twitter.com/pRLrtGWj4G— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 29, 2020 Liverpooo er eina liðið sem er með fimm í mínus en er enn fremur í hópi sjö liða sem eru í mínus. Næstverst hefur Varsjáin bitnað á liði West Bromwich Albion. Wolverhampton Wanderers, Tottenham Hotspur, Arsenal, Leicester City og Fulham eru einnig í mínus. Frægustu afskpti Varsjárinnar af Liverpool eru auðvitað í 2-2 jafnteflinu á móti Everton þegar sigurmark Jordan Henderson var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu á Sadio Mane í aðdragandanum. Liverpool fékk líka þrjá dóma á móti sér í 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion þar sem mörk Mohamed Salah og Sadio Mane voru dæmt af og VAR dæmdi svo víti á Andrew Robertson í blálokin. Það lið sem kemur best út úr Varsjánni eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru með þrjár fleiri hagstæða dóma en óhagstæða. Aðeins einu sinni á tímabilinu hefur VAR tekið eitthvað af Everton liðinu. Næst á eftir eru Brighton & Hove Albion, Burnley, Chelsea, Newcastle United, Sheffield United og Southampton sem eru öll með tvö atvik í plús. Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5 Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Varsjáin er auðvitað til taks til að leiðrétta mistök dómara en oftar en ekki hefur hún verið að dæma eftir millimetrum eða í mjög tæpum atvikum sem hefur pirrað margan knattspyrnuáhugamanninn. Stuðningsmenn Liverpool eru örugglega á taugum eftir þessa fyrstu mánuði tímabilsins enda hefur Varsjáin ekki verið liðinu hagstæð þar sem af er. Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa átta sinnum þurft að horfa upp á VAR taka eitthvað af liðinu á þessu tímabili. Aðeins þrisvar hefur VAR dómur fallið með Liverpool liðinu. Liverpool Echo sló upp samantekt frá ESPN þar sem má sjá lista yfir plús og mínus stöðu liðanna í deildinni út frá hagstæðum og óhagstæðum dómum myndbandadómaranna í Stockley Park. Liverpool have been the worst affected team in the Premier League when it comes to VAR this season. Figures published by ESPN show that no other side has suffered more in terms of decision overturned on video evidence. #awlfc [liverpool echo] pic.twitter.com/pRLrtGWj4G— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 29, 2020 Liverpooo er eina liðið sem er með fimm í mínus en er enn fremur í hópi sjö liða sem eru í mínus. Næstverst hefur Varsjáin bitnað á liði West Bromwich Albion. Wolverhampton Wanderers, Tottenham Hotspur, Arsenal, Leicester City og Fulham eru einnig í mínus. Frægustu afskpti Varsjárinnar af Liverpool eru auðvitað í 2-2 jafnteflinu á móti Everton þegar sigurmark Jordan Henderson var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu á Sadio Mane í aðdragandanum. Liverpool fékk líka þrjá dóma á móti sér í 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion þar sem mörk Mohamed Salah og Sadio Mane voru dæmt af og VAR dæmdi svo víti á Andrew Robertson í blálokin. Það lið sem kemur best út úr Varsjánni eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru með þrjár fleiri hagstæða dóma en óhagstæða. Aðeins einu sinni á tímabilinu hefur VAR tekið eitthvað af Everton liðinu. Næst á eftir eru Brighton & Hove Albion, Burnley, Chelsea, Newcastle United, Sheffield United og Southampton sem eru öll með tvö atvik í plús. Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5
Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira