Varsjáin hefur „tekið“ mest af Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 11:31 Leikmenn Liverpool hópast að Craig Pawson dómara og eru allt annað en sáttir. Getty/Robbie Jay Barratt Staðreyndirnar tala sínu máli. Varsjáin hefur tekið mest að Englandsmeisturum Liverpool af öllum tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Varsjáin er auðvitað til taks til að leiðrétta mistök dómara en oftar en ekki hefur hún verið að dæma eftir millimetrum eða í mjög tæpum atvikum sem hefur pirrað margan knattspyrnuáhugamanninn. Stuðningsmenn Liverpool eru örugglega á taugum eftir þessa fyrstu mánuði tímabilsins enda hefur Varsjáin ekki verið liðinu hagstæð þar sem af er. Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa átta sinnum þurft að horfa upp á VAR taka eitthvað af liðinu á þessu tímabili. Aðeins þrisvar hefur VAR dómur fallið með Liverpool liðinu. Liverpool Echo sló upp samantekt frá ESPN þar sem má sjá lista yfir plús og mínus stöðu liðanna í deildinni út frá hagstæðum og óhagstæðum dómum myndbandadómaranna í Stockley Park. Liverpool have been the worst affected team in the Premier League when it comes to VAR this season. Figures published by ESPN show that no other side has suffered more in terms of decision overturned on video evidence. #awlfc [liverpool echo] pic.twitter.com/pRLrtGWj4G— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 29, 2020 Liverpooo er eina liðið sem er með fimm í mínus en er enn fremur í hópi sjö liða sem eru í mínus. Næstverst hefur Varsjáin bitnað á liði West Bromwich Albion. Wolverhampton Wanderers, Tottenham Hotspur, Arsenal, Leicester City og Fulham eru einnig í mínus. Frægustu afskpti Varsjárinnar af Liverpool eru auðvitað í 2-2 jafnteflinu á móti Everton þegar sigurmark Jordan Henderson var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu á Sadio Mane í aðdragandanum. Liverpool fékk líka þrjá dóma á móti sér í 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion þar sem mörk Mohamed Salah og Sadio Mane voru dæmt af og VAR dæmdi svo víti á Andrew Robertson í blálokin. Það lið sem kemur best út úr Varsjánni eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru með þrjár fleiri hagstæða dóma en óhagstæða. Aðeins einu sinni á tímabilinu hefur VAR tekið eitthvað af Everton liðinu. Næst á eftir eru Brighton & Hove Albion, Burnley, Chelsea, Newcastle United, Sheffield United og Southampton sem eru öll með tvö atvik í plús. Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5 Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira
Varsjáin er auðvitað til taks til að leiðrétta mistök dómara en oftar en ekki hefur hún verið að dæma eftir millimetrum eða í mjög tæpum atvikum sem hefur pirrað margan knattspyrnuáhugamanninn. Stuðningsmenn Liverpool eru örugglega á taugum eftir þessa fyrstu mánuði tímabilsins enda hefur Varsjáin ekki verið liðinu hagstæð þar sem af er. Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa átta sinnum þurft að horfa upp á VAR taka eitthvað af liðinu á þessu tímabili. Aðeins þrisvar hefur VAR dómur fallið með Liverpool liðinu. Liverpool Echo sló upp samantekt frá ESPN þar sem má sjá lista yfir plús og mínus stöðu liðanna í deildinni út frá hagstæðum og óhagstæðum dómum myndbandadómaranna í Stockley Park. Liverpool have been the worst affected team in the Premier League when it comes to VAR this season. Figures published by ESPN show that no other side has suffered more in terms of decision overturned on video evidence. #awlfc [liverpool echo] pic.twitter.com/pRLrtGWj4G— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 29, 2020 Liverpooo er eina liðið sem er með fimm í mínus en er enn fremur í hópi sjö liða sem eru í mínus. Næstverst hefur Varsjáin bitnað á liði West Bromwich Albion. Wolverhampton Wanderers, Tottenham Hotspur, Arsenal, Leicester City og Fulham eru einnig í mínus. Frægustu afskpti Varsjárinnar af Liverpool eru auðvitað í 2-2 jafnteflinu á móti Everton þegar sigurmark Jordan Henderson var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu á Sadio Mane í aðdragandanum. Liverpool fékk líka þrjá dóma á móti sér í 1-1 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion þar sem mörk Mohamed Salah og Sadio Mane voru dæmt af og VAR dæmdi svo víti á Andrew Robertson í blálokin. Það lið sem kemur best út úr Varsjánni eru Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru með þrjár fleiri hagstæða dóma en óhagstæða. Aðeins einu sinni á tímabilinu hefur VAR tekið eitthvað af Everton liðinu. Næst á eftir eru Brighton & Hove Albion, Burnley, Chelsea, Newcastle United, Sheffield United og Southampton sem eru öll með tvö atvik í plús. Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5
Svona er VAR-staðan á liðum ensku úrvalsdeildarinnar: Everton +3 Brighton & Hove Albion +2 Burnley +2 Chelsea +2 Newcastle +2 Sheffield United +2 Southampton +2 Leeds +1 West Ham +1 Aston Villa 0 Crystal Palace 0 Manchester City 0 Manchester United 0 Fulham -1 Leicester City -1 Arsenal -2 Tottenham Hotspur -2 Wolves -2 West Brom -4 Liverpool -5
Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira