Enska úrvalsdeildin er ekki með neitt plan B Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 08:01 Það er komið upp mikið óvissuástand í ensku úrvalsdeildinni eftir metfjölda smita að undanförnu. Getty/ Sebastian Frej Enska úrvalsdeildin er með enga varaáætlun í hendi fari svo að það þurfti að flauta mótið af áður en tekst að spila alla leikina. Það er komið upp mikið óvissuástand í Bretlandi eftir metfjölda kórónveirusmita þar í landi og á það bæði við almenning sem og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. ESPN hefur heimildir fyrir því að ekkert plan B sé til hjá ensku úrvalsdeildinni fari svo að það þurfi að stoppa eða flauta deildina af vegna faraldursins. Áhyggjur aukast með hverjum slæmum deginum á fætur öðrum og á síðustu dögum hafa komið upp hópsmit hjá bæði Newcastle og Manchester City sem hefur þýtt frestanir á leikjum þeirra liða. Nú síðast kom upp smit hjá Fulham og leikjun liðsins gæti líka verið frestað. Í viðbót við þessar frestanir í ensku úrvalsdeildinni hefur fjölda leikja í neðri deildunum verið frestað vegna smita innan liðanna í þeim. Sources: Prem has no COVID contingency plan https://t.co/rNOASP4Blh— Chambi Chachage (CC) (@Udadisi) December 29, 2020 Það er búist við harðari aðgerðum hjá enskum stjórnvöldum í dag í baráttunni við hraða útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og menn gætu jafnvel farið svo langt að skella öllu í lás. The Telegraph fjallaði um möguleikann á tveggja vikna hléi á deildinni í janúar á meðan landið væri að reyna að ná einhverri stjórn á faraldrinum. Íslenska fótboltanum tókst ekki að klára tímabilið sitt en um mitt sumar var ákveðið hvað yrði gert ef aflýsa þyrfti tímabilinu. Það fór svo að karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks voru krýnd Íslandsmeistarar án þess að spila alla leiki sína. ESPN slær því upp að ekkert hafi verið ákveðið hjá ensku úrvalsdeildinni um hvernig eigi að útkljá tímabilið fari svo að það þurfi að flauta það af. Sport and physical activity sector warns government of stark 'cliff-edge moment' ahead of new Covid-19 restrictions https://t.co/DTlfwuhsAn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 30, 2020 Richard Masters, framkvæmdasjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það sé í algjörum forgangi að klára tímabilið en viðurkenndi að félögin hafi ekki komið sér saman um það hvað skuli gera ef mótið verður ekki klárað. Enska úrvalsdeildin kláraði síðasta tímabil í lok júlí þrátt fyrir hundrað daga hlé en þá var ekkert Evrópumót að flækjast fyrir mönnum um sumarið eftir að UEFA frestaði því um eitt ár. EM fer hins vegar fram í júní í sumar sem þrengir að allri tilfærslu mótsins. Fyrir þetta tímabil þá ræddu liðin tuttugu um hvað væri best að gera takist ekki að spila alla leikina. Þar komust menn ekki að neinu samkomulagi um hvort stig í leik myndu ráða eins og á Íslandi eða hvort að tímabilið yrði þá dæmt ómerkt. Einn heimildarmaður úr einu félaganna sagði ESPN að það væri áfellisdómur yfir öllum félögunum að ekki hafi tekist útbúa þessa varaáætlun fari allt á versta veg. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Það er komið upp mikið óvissuástand í Bretlandi eftir metfjölda kórónveirusmita þar í landi og á það bæði við almenning sem og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. ESPN hefur heimildir fyrir því að ekkert plan B sé til hjá ensku úrvalsdeildinni fari svo að það þurfi að stoppa eða flauta deildina af vegna faraldursins. Áhyggjur aukast með hverjum slæmum deginum á fætur öðrum og á síðustu dögum hafa komið upp hópsmit hjá bæði Newcastle og Manchester City sem hefur þýtt frestanir á leikjum þeirra liða. Nú síðast kom upp smit hjá Fulham og leikjun liðsins gæti líka verið frestað. Í viðbót við þessar frestanir í ensku úrvalsdeildinni hefur fjölda leikja í neðri deildunum verið frestað vegna smita innan liðanna í þeim. Sources: Prem has no COVID contingency plan https://t.co/rNOASP4Blh— Chambi Chachage (CC) (@Udadisi) December 29, 2020 Það er búist við harðari aðgerðum hjá enskum stjórnvöldum í dag í baráttunni við hraða útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og menn gætu jafnvel farið svo langt að skella öllu í lás. The Telegraph fjallaði um möguleikann á tveggja vikna hléi á deildinni í janúar á meðan landið væri að reyna að ná einhverri stjórn á faraldrinum. Íslenska fótboltanum tókst ekki að klára tímabilið sitt en um mitt sumar var ákveðið hvað yrði gert ef aflýsa þyrfti tímabilinu. Það fór svo að karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks voru krýnd Íslandsmeistarar án þess að spila alla leiki sína. ESPN slær því upp að ekkert hafi verið ákveðið hjá ensku úrvalsdeildinni um hvernig eigi að útkljá tímabilið fari svo að það þurfi að flauta það af. Sport and physical activity sector warns government of stark 'cliff-edge moment' ahead of new Covid-19 restrictions https://t.co/DTlfwuhsAn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 30, 2020 Richard Masters, framkvæmdasjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það sé í algjörum forgangi að klára tímabilið en viðurkenndi að félögin hafi ekki komið sér saman um það hvað skuli gera ef mótið verður ekki klárað. Enska úrvalsdeildin kláraði síðasta tímabil í lok júlí þrátt fyrir hundrað daga hlé en þá var ekkert Evrópumót að flækjast fyrir mönnum um sumarið eftir að UEFA frestaði því um eitt ár. EM fer hins vegar fram í júní í sumar sem þrengir að allri tilfærslu mótsins. Fyrir þetta tímabil þá ræddu liðin tuttugu um hvað væri best að gera takist ekki að spila alla leikina. Þar komust menn ekki að neinu samkomulagi um hvort stig í leik myndu ráða eins og á Íslandi eða hvort að tímabilið yrði þá dæmt ómerkt. Einn heimildarmaður úr einu félaganna sagði ESPN að það væri áfellisdómur yfir öllum félögunum að ekki hafi tekist útbúa þessa varaáætlun fari allt á versta veg.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira