Erlent

Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Forsætisráðherrann segir stöðuna alvarlega.
Forsætisráðherrann segir stöðuna alvarlega. epa/Liselotte Sabroe

Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar.

Sagði hún að hvað varðaði fjölda smita, innlagna og dauðsfalla væri ástandið verra nú en það var á vormánuðum.

Ákvörðunin hefur það í för með sér að nemendur mæta hvorki í skólann né í frístundastarf. Allar verslanir utan matvöruverslana og lyfjaverslana verða áfram lokaðar. Og það gildir einnig um veitingahús, öldurhús og kaffihús.

Hársnyrti- og nuddstofur verða einnig áfram lokaðar og sömuleiðis líkamsræktarstöðvar.

Þá eru þeir sem geta hvattir til að vinna heima.

Alls greindust 2.621 með Covid-19 í Danmörku síðasta sólahringinn og þá hefur smitstuðullinn hækkað úr 0,9 í 1,2 milli vikna.

Um 900 liggja inni á sjúkrahúsi með sjúkdóminn, þar af 73 í öndunarvél.

Sjúklingar liggja í 479 af 560 einangrunarplássum á höfuðborgarsvæðinu en heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke segir plássleysi ekki það eina sem veldur álagi á sjúkrahúsunum.

Covid-19 veikindi meðal heilbrigðisstarfsmanna séu annar þáttur en smit í þeim hóp eru 70% fleiri en smit meðal landsmanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×