Ætla að sprauta fimmtíu manns á korteri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2020 17:06 Ragnheiður Helga Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er spennt fyrir morgundeginum. Vísir/Egill Ragnheiður Helga Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekkert stress fyrir bólusetningunni á morgun. Aðeins tilhlökkun. Tíu til tólf þúsund skammtar komu til landsins í dag, í duftformi, sem verður blandað í fyrramálið á Suðurlandsbraut. „Við reiknum með að efnið komi hingað á suðurlandsbrautina fyrir klukkan átta í fyrramálið,“ segir Ragnheiður Helga. Þá verði mætt vösk sveit hjúkrunarfræðinga í hús til að blanda lyfið. Það verði gert við sérstakar aðstæður á Suðurlandsbrautinni og líklega tíu eða svo að blanda efnið yfir allan daginn. Stór hluti landsmanna hefur farið í sýnatöku á Suðurlandsbraut á árinu. Nú mun fólk streyma þangað og víðar í bólusetningu.Vísir/Egill „Svo verður efnið keyrt út til hjúkunarheimilanna. Lögreglan mun aðstoða okkur við að keyra efnið út. Svo það verða passlegir skammtar sem fara út yfir daginn.“ Ragnheiður Helga segir að áherslan verði fyrst lögð á hjúkrunarheimilin. „Næstu tvo daga munum við skipta okkur niður á hjúkrunarheimilin, ná þeim öllum þessa tvo daga. Þetta eru 1600 skjólstæðingar svo þetta er mikil yfirferð yfir allt höfuðborgarsvæðið. Síðan munum við taka framvarðarveitina á heilsugæslunum og bólusetja hana hér á morgun.“ Húsakynnin á Suðurlandsbraut, þar sem margir hafa lagt leið sína í Covid-19 sýnatöku, verður einn af sjö stöðum sem til stendur að framkvæma bólusetningar. Þar hefur rauðum stólum, sem voru fengnir að láni frá Knattspyrnufélaginu Val, verið dreift um húsakynnin. Í myndbandinu að neðan má sjá hvernig stólunum hefur verið stillt upp á Suðurlandsbraut. „Við munum taka fólk inn í slottum. Ætlum að prófa á morgun að taka fimmtíu manns inn á kortersfresti á morgun. Prófa það og tímamæla. Sjá hvernig þetta gengur. Þetta er mikið skipulag,“ segir Ragnheiður. En ekkert stress heldur mikil tilhlökkun. Hún hafi fundið fyrir því á fundi með fulltrúum hjúkrunarheimilanna í morgun. Vísir/Egill Seljahlíð í Breiðholti var valin sem fyrsti bólusetningarstaðurinn, af hjúkrunarheimilunum, vegna smæðar sinnar. Þorleifur Hauksson, 63 íbúi í Seljahlíð, fær fyrstu sprautuna á hjúkrunarheimili og segir að fyrir utan smá fjölmiðlafár verði þetta eins og hver önnur sprauta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 „Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59 Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. 28. desember 2020 11:35 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Við reiknum með að efnið komi hingað á suðurlandsbrautina fyrir klukkan átta í fyrramálið,“ segir Ragnheiður Helga. Þá verði mætt vösk sveit hjúkrunarfræðinga í hús til að blanda lyfið. Það verði gert við sérstakar aðstæður á Suðurlandsbrautinni og líklega tíu eða svo að blanda efnið yfir allan daginn. Stór hluti landsmanna hefur farið í sýnatöku á Suðurlandsbraut á árinu. Nú mun fólk streyma þangað og víðar í bólusetningu.Vísir/Egill „Svo verður efnið keyrt út til hjúkunarheimilanna. Lögreglan mun aðstoða okkur við að keyra efnið út. Svo það verða passlegir skammtar sem fara út yfir daginn.“ Ragnheiður Helga segir að áherslan verði fyrst lögð á hjúkrunarheimilin. „Næstu tvo daga munum við skipta okkur niður á hjúkrunarheimilin, ná þeim öllum þessa tvo daga. Þetta eru 1600 skjólstæðingar svo þetta er mikil yfirferð yfir allt höfuðborgarsvæðið. Síðan munum við taka framvarðarveitina á heilsugæslunum og bólusetja hana hér á morgun.“ Húsakynnin á Suðurlandsbraut, þar sem margir hafa lagt leið sína í Covid-19 sýnatöku, verður einn af sjö stöðum sem til stendur að framkvæma bólusetningar. Þar hefur rauðum stólum, sem voru fengnir að láni frá Knattspyrnufélaginu Val, verið dreift um húsakynnin. Í myndbandinu að neðan má sjá hvernig stólunum hefur verið stillt upp á Suðurlandsbraut. „Við munum taka fólk inn í slottum. Ætlum að prófa á morgun að taka fimmtíu manns inn á kortersfresti á morgun. Prófa það og tímamæla. Sjá hvernig þetta gengur. Þetta er mikið skipulag,“ segir Ragnheiður. En ekkert stress heldur mikil tilhlökkun. Hún hafi fundið fyrir því á fundi með fulltrúum hjúkrunarheimilanna í morgun. Vísir/Egill Seljahlíð í Breiðholti var valin sem fyrsti bólusetningarstaðurinn, af hjúkrunarheimilunum, vegna smæðar sinnar. Þorleifur Hauksson, 63 íbúi í Seljahlíð, fær fyrstu sprautuna á hjúkrunarheimili og segir að fyrir utan smá fjölmiðlafár verði þetta eins og hver önnur sprauta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 „Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59 Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. 28. desember 2020 11:35 Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49
„Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. 28. desember 2020 13:59
Telur að samstarf við Pfizer geti svarað mikilvægum spurningum fyrir heimsbyggðina Þórólfur Guðnason telur að mögulegt rannsóknarsamstarf við bandaríska lyfjaframleiðandann Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar sem fyrst, geti svarað mikilvægum spurningum um bóluefnið fyrir heimsbyggðina alla. 28. desember 2020 11:35
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19