Innlent

Fjórir áfram í gæsluvarðhaldi en Jaroslövu sleppt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fimmmenningarnir voru handtekin í og við Hvalfjarðargöng.
Fimmmenningarnir voru handtekin í og við Hvalfjarðargöng. Vísir/JóiK

Fjórir karlmenn, allt erlendir ríkisborgarar, hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. apríl grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni hér á landi. Jaroslava Davíðsson, ekkja Ásgeirs Davíðssonar - Geira á Goldfinger, sem var sömuleiðis í gæsluvarðhaldi hefur verið látin laus úr haldi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn málsins líði vel. Fyrrnefnd fimm voru handtekin í og við Hvalfjarðargöng um mánaðarmótin febrúar mars. Við handtökuna við Hvalfjarðargöngin voru gerð upptæk nokkur kíló af amfetamíni. Aðgerðin var viðamikil en að henni komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Vesturlandi auk sérsveitar lögreglunnar.

Hin handteknu voru í fyrstu úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald. Ekki þótti ástæða til að fara yfir lengra gæsluvarðhald í tilfelli Jaroslövu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×