Enski boltinn

Wolves bannar leikmönnum sínum að versla í matinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Leikmenn Wolves mega ekki versla í matinn þessa daganna.
Leikmenn Wolves mega ekki versla í matinn þessa daganna. getty/Clive Mason

Wolves hefur ákveðið að banna leikmönnum sínum að fara í stórar matvörubúðir til að draga úr áhættu á að þeir fái kórónuveiruna.

„Þetta snýst um að vernda okkur sjálfa,“ segir Nuno Espirito Santo, þjálfari Wolves.

„Síðan í byrjun faraldursins hefur starfsfólkið í mötuneytinu útbúið stórt box með öllu sem við þurfum á meðan faraldurinn er í hámarki. Þegar ástandið batnaði höfum við leyft leikmönnum að versla sjálfir í matinn. Nú þegar ástandið hefur versnað er þeim aftur óheimilt að versla þannig leikmenn og fjölskyldur þeirra eru ekki að fara í stórmarkaði að kaupa í matinn.“

Wolves mætir Tottenham annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni en liðið er í 11. sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×