Enski boltinn

Arteta segir Chelsea vera með sterkasta hópinn í úrvalsdeildinni

Ísak Hallmundarson skrifar
Mikel Arteta þarf á sigri að halda í dag.
Mikel Arteta þarf á sigri að halda í dag. getty/Nick Potts

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir Chelsea vera með sterkasta hópinn í ensku úrvalsdeildinni en þessi lið mætast kl. 17:30 í dag.

Arsenal hefur ekki unnið leik í ensku úrvalsdeildinni síðan 1. nóvember þegar liðið vann Manchester United á Old Trafford. Síðan þá hefur liðið einungis fengið tvö stig úr síðustu sjö leikjum og situr í fimmtánda sæti.

Chelsea situr í fimmta sæti, með ellefu stigum meira en Arsenal. 

„Chelsea er augljóslega með frábæran leikmannahóp. Liðið sem við mættum fyrir nokkrum mánuðum var frábært. Í dag erum við líklega að tala um sterkasta leikmannahópinn í deildinni,“ sagði Arteta.

„Þeir eru að gera frábæra hluti. Frank Lampard er að gera frábæra hluti. Liðið hans er fullt sjálfstrausts, jafnvel þó þeir hafi tapað nokkrum leikjum er þetta lið sem mun berjast um toppsætið í deildinni, það er ljóst.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×