Innlent

Hlustaðu á Takk Raggi í heild sinni

Sylvía Hall skrifar
Ragnar Bjarnason skemmti mörgum Íslendingnum á löngum ferli. Farið verður yfir líf og störf Ragnars í dag á Bylgjunni. 
Ragnar Bjarnason skemmti mörgum Íslendingnum á löngum ferli. Farið verður yfir líf og störf Ragnars í dag á Bylgjunni.  Höfði

Í dag, á öðrum degi jóla, mun Þorgeir Ástvaldsson fá til sín góða gesti og ræða um tónlistarmanninn og goðsögnina Ragnar Bjarnason.

Ragnar, sem alla jafna var kallaður Raggi Bjarna, lést í febrúar á þessu ári 85 ára að aldri. Hann var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og kom víða við á löngum ferli.

Þátturinn er á dagskrá frá klukkan 9 til 12 og má hlusta á hann á Bylgjunni og í spilaranum hér að neðan.

Ragnar söng með Hljómsveit Svavars Gests og varð svo söngvari hjá KK sextettinum. Síðar gekk hann til liðs við hljómsveit Björns R. Einarssonar en stoppaði þar stutt og var kominn í Hljómsveit Svavars Gests árið 1960.

Hann starfaði svo erlendis í nokkur ár en gekk aftur til liðs við hljómsveit Svavars áður en hann stofnaði sína eigin hljómsveit. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar spilaði í 19 ár á Hótel Sögu. Árið 1972 stofnaði Ragnar ásamt fleirum Sumargleðina og fór hún um landið þvert og endilangt árum saman og naut mikilla vinsælda.

Ragnar, sem alla jafna var kallaður Raggi Bjarna, hélt síðustu stórtónleika sína í Hörpu í september á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×