Enski boltinn

Liverpool eina liðið sem hefur verið á toppnum þrenn jól í röð

Ísak Hallmundarson skrifar
Klopp þekkir það vel að vera á toppnum um jólin.
Klopp þekkir það vel að vera á toppnum um jólin. getty/Michael Regan

Liverpool hefur verið nánast óstöðvandi undanfarin ár undir stjórn Jurgens Klopp. Árið í ár er það þriðja í röð sem liðið trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um jólin.

Það hefur ekki gerst síðan tímabilin 1978-1980 að sama liðið siti á toppnum um jólin þrjú ár í röð, en þá var það einnig Liverpool sem náði því afreki undir stjórn Bob Paisley.

Jólin 2018 sat Liverpool á toppnum með fjögurra stiga forskot á Manchester City, en City endaði á því að vinna deildina með einu stigi meira en Liverpool. Í fyrra var Liverpool á toppnum með tíu stiga forystu á Leicester og endaði á því að vinna sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í þrjátíu ár með átján stigum meira en Manchester City sem endaði þá í öðru sæti.

Þessi jólin er Liverpool enn og aftur á toppnum, með fjögurra stiga forystu á Leicester sem situr í öðru sæti önnur jólin í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×