Áfram hættustig á Seyðisfirði Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 12:54 Skipulagt hreinsunarstarf á að hefjast þann 27. desember. Vísir/Vilhelm Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. Á fundinum voru næstu skref rædd og hvernig haga skyldi aðgerðum yfir jólin. Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum segir að ákveðið hafi verið að skipulagðar hreinsunaraðgerðir muni hefjast þann 27. desember. Rýming í hluta Seyðisfjarðar var endurskoðuð í gær og fleiri íbúum gert kleift að snúa til síns heima. Kort yfir rýmingarsvæðið sem gefið var út í gær gildir að minnsta kosti til 27. desember. „Íbúar sem eiga húseignir innan rýmingarsvæðis geta gefið sig fram í Ferjuhúsinu í dag og fengið fylgd í húsin til þess að sækja nauðsynjar eða annað lauslegt sem þeir vilja hafa yfir jólin. Þetta er sama fyrirkomulag og hefur verið síðustu daga og má búast við að hægt verði að gera þetta fram að myrkri í dag,“ segir í tilkynningu almannavarna. Eftir að myrkra tekur í dag verður ekki leyfilegt að fara inn á rýmingarsvæðið vegna óhagstæðrar veðurspár. Gert er ráð fyrir hlýnun upp að átta gráðum og gæti snjór farið að bráðna í fjöllum. Talið er að það gæti rasskað þeim stöðugleika sem hafi myndast á skriðusárunum og að búast megi við hreyfingu á svæðinu. Staðan verður endurmetin af Veðurstofunni þegar það kólnar aftur og rýmingarkortið verður endurskoðað þann 27. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Styrkja samanfallið Breiðablik svo hægt sé að sækja eignir Björgunarsveitarmenn vinna nú að því hörðum höndum að styrkja Breiðablik, einbýlishús við Austurveg á Seyðisfirði, sem fór illa í aurskriðu aðfaranótt föstudags. Til stendur að styrkja það með nægilegum hætti svo hægt verði að fara inn í húsið og bjarga því sem bjarga verður. 23. desember 2020 12:09 Perla fyrir Seyðfirðinga og gefa peninginn til Ísólfs Þrjár vinkonur í Hveragerði, tvær sjö ár og ein fimm ára hafa setið við alla síðustu daga og perlað fyrir Seyðfirðinga en jólamyndirnar hafa þær selt og rennur allur ágóðinn til Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Nú þegar hafa þær safnað hundrað og þrjátíu þúsund krónum. 23. desember 2020 10:30 Kveðjur til Seyðfirðinga og innlegg til Rauða krossins frá öllum heimshornum Fólk frá öllum heimshornum leggur til krónur, sumir í þúsundatali, í söfnuninni Seyðisfjörður Emergency á heimasíðu Rauða krossins. Garðar nokkur Ólafsson efndi til söfnunarinnar og var markmiðið sett á hundrað þúsund krónur. Nú hafa safnast 4,6 milljónir króna en söfnunin stendur til 17. janúar. 23. desember 2020 10:13 Snævi þakinn Seyðisfjörður tók á móti ráðherrum Seyðisfjörður var snævi þakinn í dag þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar heimsóttu bæinn, til þess að sjá afleiðingar skriðanna sem féllu á bæinn fyrir helgi. Miklar skemmdir hafa orðið á bænum og aðeins hluti íbúa hefur fengið að snúa aftur. 22. desember 2020 20:21 Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 17:41 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Á fundinum voru næstu skref rædd og hvernig haga skyldi aðgerðum yfir jólin. Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum segir að ákveðið hafi verið að skipulagðar hreinsunaraðgerðir muni hefjast þann 27. desember. Rýming í hluta Seyðisfjarðar var endurskoðuð í gær og fleiri íbúum gert kleift að snúa til síns heima. Kort yfir rýmingarsvæðið sem gefið var út í gær gildir að minnsta kosti til 27. desember. „Íbúar sem eiga húseignir innan rýmingarsvæðis geta gefið sig fram í Ferjuhúsinu í dag og fengið fylgd í húsin til þess að sækja nauðsynjar eða annað lauslegt sem þeir vilja hafa yfir jólin. Þetta er sama fyrirkomulag og hefur verið síðustu daga og má búast við að hægt verði að gera þetta fram að myrkri í dag,“ segir í tilkynningu almannavarna. Eftir að myrkra tekur í dag verður ekki leyfilegt að fara inn á rýmingarsvæðið vegna óhagstæðrar veðurspár. Gert er ráð fyrir hlýnun upp að átta gráðum og gæti snjór farið að bráðna í fjöllum. Talið er að það gæti rasskað þeim stöðugleika sem hafi myndast á skriðusárunum og að búast megi við hreyfingu á svæðinu. Staðan verður endurmetin af Veðurstofunni þegar það kólnar aftur og rýmingarkortið verður endurskoðað þann 27.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir Styrkja samanfallið Breiðablik svo hægt sé að sækja eignir Björgunarsveitarmenn vinna nú að því hörðum höndum að styrkja Breiðablik, einbýlishús við Austurveg á Seyðisfirði, sem fór illa í aurskriðu aðfaranótt föstudags. Til stendur að styrkja það með nægilegum hætti svo hægt verði að fara inn í húsið og bjarga því sem bjarga verður. 23. desember 2020 12:09 Perla fyrir Seyðfirðinga og gefa peninginn til Ísólfs Þrjár vinkonur í Hveragerði, tvær sjö ár og ein fimm ára hafa setið við alla síðustu daga og perlað fyrir Seyðfirðinga en jólamyndirnar hafa þær selt og rennur allur ágóðinn til Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Nú þegar hafa þær safnað hundrað og þrjátíu þúsund krónum. 23. desember 2020 10:30 Kveðjur til Seyðfirðinga og innlegg til Rauða krossins frá öllum heimshornum Fólk frá öllum heimshornum leggur til krónur, sumir í þúsundatali, í söfnuninni Seyðisfjörður Emergency á heimasíðu Rauða krossins. Garðar nokkur Ólafsson efndi til söfnunarinnar og var markmiðið sett á hundrað þúsund krónur. Nú hafa safnast 4,6 milljónir króna en söfnunin stendur til 17. janúar. 23. desember 2020 10:13 Snævi þakinn Seyðisfjörður tók á móti ráðherrum Seyðisfjörður var snævi þakinn í dag þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar heimsóttu bæinn, til þess að sjá afleiðingar skriðanna sem féllu á bæinn fyrir helgi. Miklar skemmdir hafa orðið á bænum og aðeins hluti íbúa hefur fengið að snúa aftur. 22. desember 2020 20:21 Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 17:41 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Styrkja samanfallið Breiðablik svo hægt sé að sækja eignir Björgunarsveitarmenn vinna nú að því hörðum höndum að styrkja Breiðablik, einbýlishús við Austurveg á Seyðisfirði, sem fór illa í aurskriðu aðfaranótt föstudags. Til stendur að styrkja það með nægilegum hætti svo hægt verði að fara inn í húsið og bjarga því sem bjarga verður. 23. desember 2020 12:09
Perla fyrir Seyðfirðinga og gefa peninginn til Ísólfs Þrjár vinkonur í Hveragerði, tvær sjö ár og ein fimm ára hafa setið við alla síðustu daga og perlað fyrir Seyðfirðinga en jólamyndirnar hafa þær selt og rennur allur ágóðinn til Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Nú þegar hafa þær safnað hundrað og þrjátíu þúsund krónum. 23. desember 2020 10:30
Kveðjur til Seyðfirðinga og innlegg til Rauða krossins frá öllum heimshornum Fólk frá öllum heimshornum leggur til krónur, sumir í þúsundatali, í söfnuninni Seyðisfjörður Emergency á heimasíðu Rauða krossins. Garðar nokkur Ólafsson efndi til söfnunarinnar og var markmiðið sett á hundrað þúsund krónur. Nú hafa safnast 4,6 milljónir króna en söfnunin stendur til 17. janúar. 23. desember 2020 10:13
Snævi þakinn Seyðisfjörður tók á móti ráðherrum Seyðisfjörður var snævi þakinn í dag þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar heimsóttu bæinn, til þess að sjá afleiðingar skriðanna sem féllu á bæinn fyrir helgi. Miklar skemmdir hafa orðið á bænum og aðeins hluti íbúa hefur fengið að snúa aftur. 22. desember 2020 20:21
Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 17:41