Innlent

Segja bólu­efni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Í tilkynningunni segir að búið sé að tryggja aðgang að bóluefni fyrir stóran meirihluta þjóðarinnar.
Í tilkynningunni segir að búið sé að tryggja aðgang að bóluefni fyrir stóran meirihluta þjóðarinnar. Getty

Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Samningar sem Ísland hefur þegar lokið við lyfjaframleiðendurna Pfizer og Astra Zeneca tryggja 400.000 bóluefnaskammta sem nægja fyrir 200.000 einstaklinga. 

Þá kemur fram í tilkynningunni að samningur við bóluefnaframleiðandann Janssen, sem verður undirritaður þann 23. desember, muni tryggja Íslandi aðra 235.000 skammta af bóluefni, sem nægi fyrir 117.500 manns. Áætlað er að afhending bóluefnisins hefjist á þriðja ársfjórðungi næsta árs.

„Alls tryggja þessir þrír samningar bóluefni fyrir rúmlega [317.000] einstaklinga. Þann 31. desember næstkomandi verður undirritaður samningur við Moderna en umfang samningsins varðandi fjölda skammta liggur ekki fyrir að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.

Á vef Stjórnarráðsins er að finna yfirlit um stöðu samninga um bóluefni vegna Covid-19. Þar er hægt að sjá hversu langt í þróunar- eða afhendingarferli þau bóluefni sem íslensk stjórnvöld horfa til eru komin. Það má einnig sjá hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.