Innlent

Þrettán ára fiðlusnillingur í sveitinni

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eyrún Huld Ingvarsdóttir, þrettán ára fiðlusnillingur á bænum Þrándarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi að æfa sig í fjárhúsinu á bænum.
Eyrún Huld Ingvarsdóttir, þrettán ára fiðlusnillingur á bænum Þrándarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi að æfa sig í fjárhúsinu á bænum. Vísir/Magnús Hlynur

Eyrún Huld Ingvarsdóttir, Þrettán ára stelpa í uppsveitum Árnessýslu gerði sér lítið fyrir og sigraði fiðlukeppni, sem Pólska sendiráðið efndi til. Æðsti draumur Eyrúnar er að spila í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Eyrún Huld er mjög dugleg að æfa sig á fiðlunum en þá laumast hún oft inn í fjárhús og spilar fyrir kindurnar og hrútana en hún á heima á bænum Þrándarholti 4 í Skeiða og Gnúpverjahreppi.

Eyrún Huld með viðurkenningarskjalið, sem hún fékk fyrir sigurinn.Vísir/Magnús

Hún er búin með fimm stig í fiðluleik en hún byrjaði að læra á fiðlu rúmlega þriggja ára gömul. Hún er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga og tók nýlega þátt í fiðlukeppni pólska sendiráðsins þar sem fjölmargir nemendur úr íslenskum tónlistarskólum tóku þátt. Eyrún Huld sigraði í sínum aldursflokki en hún spilaði tvö verk, sem hún sendi inn í myndbandsformi.

Ég sendi inn Vivaldi, 3. Þátt konsert í g-moll og Salut d’amour eftir Edward Elgar. Það var mjög gaman að vinna. Minn æðsti draumur er að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands í framtíðinni,“ segir Eyrún Huld.

En hvernig áhorfendur eru kindurnir og hrútarnir?

„Féð eru skemmtilegir áhorfendur en mætti reyndar hlusta aðeins betur, nei ég segir svona, það er mjög gaman að spila í fjárhúsinu eins og alls staðar annars staðar“, segir þessi hressa og skemmtilega stelpa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.