Innlent

Rýmingu af­létt á Eski­­firði en ó­vissu­stig á­fram í gildi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Rýmingu á Eskifirði hefur verið aflétt.
Rýmingu á Eskifirði hefur verið aflétt. Vísir/Vilhelm

Rýmingu á Eskifirði, sem sett var á vegna skriðuhættu, hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Eskifirði. Óvissustig almannavarna vegna skriðuhættu er þó enn í gildi á Austurlandi.

Í tilkynningunni segir að ákvörðunin hafi verið tekin að höfðu samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. 

Fjöldahjálparstöðinni í Eskifjarðarkirkju verður lokað nú klukkan 15:30. Á þriðjudag er fyrirhugaður opinn, rafrænn íbúafundur með lögreglustjóra, bæjarstjóra Fjarðabyggðar og fulltrúa Veðurstofu Íslands.

„Mikil hreyfing var á tveimur stöðum í Oddsskarðsveginum á fimmtudag og sprungur opnuðust. Lítil hreyfing hefur verið frá því í gær og ekki eru vísbendingar um að stórt svæði hafi verið á hreyfingu,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að Oddsskarðsvegur verði lokaður áfram, en ekki kemur fram hvenær hann verður opnaður. Eins hafa tilmæli um að fólk gæti sérstakrar varúðar við Grjótá og Lambeyrará fallið úr gildi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×