Fótbolti

Sjáðu sneggsta mark í sögu Serie A: Kom AC Milan í forystu eftir sex sekúndur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Varla byrjaður að svitna þegar hann skoraði
Varla byrjaður að svitna þegar hann skoraði vísir/Getty

Portúgalski framherjinn Rafael Leao var ekkert að tvínóna við hlutina þegar AC Milan heimsótti Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Topplið AC Milan hóf leik með knöttinn og á innan við sex sekúndum tókst þeim að koma boltanum í netið eftir að hafa átt upphafsspyrnu leiksins.

Sjón er sögu ríkari í þetta skiptið og má sjá myndband af markinu hér fyrir neðan.

Klippa: Sneggsta mark Serie A

Staðan í leiknum er 0-2 þegar þetta er skrifað en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.