Vísbendingar um að faraldurinn gæti verið á uppleið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2020 12:21 þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Egill Aðalsteinsson Ákveðnar vísbendingar eru um að faraldurinn gæti verið á uppleið hér á landi að sögn sóttvarnalæknis sem segir veiruna úti í samfélaginu. Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það sami fjöldi og í fyrradag. „Ákveðið hlutfall jákvæðra sýna af fólki með einkenni er að aukast aftur þannig að það eru ákveðnar vísbendingar er um að faraldurinn gæti verið að fara upp en þegar þetta er skoðað betur þá er þetta fólk sem tengist þessum sýkingum sem hafa greinst áður, vinahópar sem eru að hittast en hafa ekki verið í sóttkví þannig það er spurning hvort það takist að ná utan um það eða hvort þetta hafi náð að dreifa eitthvað meira úr sér,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Næstu dagar muni leiða það í ljós. Fimm af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar sem Þórólfur segir áhyggjuefni. „Jú það er það, það er vísbending um samfélagslegt smit.“ Ekki sé þó tilefni til hertari aðgerða. „Nei ég myndi ekki segja það við erum með ansi harðar aðgerðir í gangi og það var ekki mikið slakað á síðast, það var örlítið. Þetta er bara spurning um hvernig fólk hegðar sér. Þetta er ekki spurning um hvaða reglur eru settar af hinu opinbera.“ Sagði Þórólfur sem segir hugarfar fólks skipta öllu máli. Horfir ekki til útgöngubanns „Það er ekki það hvort við herðum aðgerðir. Ekki nema við förum í það að setja bara á útgöngubann eins og verið er að setja í nálægum löndum, Bretlandi og á fleiri stöðum. Það er kannski einn möguleikinn en ég er ekki viss um endilega að fólk myndi fara eftir því, það er erfitt að sjá það fyrir,“ Ert þú að hugsa til útgöngubanns? „Nei ekkert sérstaklega. Auðvitað verðum við alltaf að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni ef þetta fer eitthvað að fara upp. En við erum með nokkuð harðar aðgerðir sem við viljum halda út af jólunum og þessum losarabrag sem er á fólki um jólin og erum að vonast til að það dugi til að halda faraldrinum niðri en það verður að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það sami fjöldi og í fyrradag. „Ákveðið hlutfall jákvæðra sýna af fólki með einkenni er að aukast aftur þannig að það eru ákveðnar vísbendingar er um að faraldurinn gæti verið að fara upp en þegar þetta er skoðað betur þá er þetta fólk sem tengist þessum sýkingum sem hafa greinst áður, vinahópar sem eru að hittast en hafa ekki verið í sóttkví þannig það er spurning hvort það takist að ná utan um það eða hvort þetta hafi náð að dreifa eitthvað meira úr sér,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Næstu dagar muni leiða það í ljós. Fimm af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar sem Þórólfur segir áhyggjuefni. „Jú það er það, það er vísbending um samfélagslegt smit.“ Ekki sé þó tilefni til hertari aðgerða. „Nei ég myndi ekki segja það við erum með ansi harðar aðgerðir í gangi og það var ekki mikið slakað á síðast, það var örlítið. Þetta er bara spurning um hvernig fólk hegðar sér. Þetta er ekki spurning um hvaða reglur eru settar af hinu opinbera.“ Sagði Þórólfur sem segir hugarfar fólks skipta öllu máli. Horfir ekki til útgöngubanns „Það er ekki það hvort við herðum aðgerðir. Ekki nema við förum í það að setja bara á útgöngubann eins og verið er að setja í nálægum löndum, Bretlandi og á fleiri stöðum. Það er kannski einn möguleikinn en ég er ekki viss um endilega að fólk myndi fara eftir því, það er erfitt að sjá það fyrir,“ Ert þú að hugsa til útgöngubanns? „Nei ekkert sérstaklega. Auðvitað verðum við alltaf að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni ef þetta fer eitthvað að fara upp. En við erum með nokkuð harðar aðgerðir sem við viljum halda út af jólunum og þessum losarabrag sem er á fólki um jólin og erum að vonast til að það dugi til að halda faraldrinum niðri en það verður að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira