Vísbendingar um að faraldurinn gæti verið á uppleið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. desember 2020 12:21 þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Egill Aðalsteinsson Ákveðnar vísbendingar eru um að faraldurinn gæti verið á uppleið hér á landi að sögn sóttvarnalæknis sem segir veiruna úti í samfélaginu. Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það sami fjöldi og í fyrradag. „Ákveðið hlutfall jákvæðra sýna af fólki með einkenni er að aukast aftur þannig að það eru ákveðnar vísbendingar er um að faraldurinn gæti verið að fara upp en þegar þetta er skoðað betur þá er þetta fólk sem tengist þessum sýkingum sem hafa greinst áður, vinahópar sem eru að hittast en hafa ekki verið í sóttkví þannig það er spurning hvort það takist að ná utan um það eða hvort þetta hafi náð að dreifa eitthvað meira úr sér,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Næstu dagar muni leiða það í ljós. Fimm af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar sem Þórólfur segir áhyggjuefni. „Jú það er það, það er vísbending um samfélagslegt smit.“ Ekki sé þó tilefni til hertari aðgerða. „Nei ég myndi ekki segja það við erum með ansi harðar aðgerðir í gangi og það var ekki mikið slakað á síðast, það var örlítið. Þetta er bara spurning um hvernig fólk hegðar sér. Þetta er ekki spurning um hvaða reglur eru settar af hinu opinbera.“ Sagði Þórólfur sem segir hugarfar fólks skipta öllu máli. Horfir ekki til útgöngubanns „Það er ekki það hvort við herðum aðgerðir. Ekki nema við förum í það að setja bara á útgöngubann eins og verið er að setja í nálægum löndum, Bretlandi og á fleiri stöðum. Það er kannski einn möguleikinn en ég er ekki viss um endilega að fólk myndi fara eftir því, það er erfitt að sjá það fyrir,“ Ert þú að hugsa til útgöngubanns? „Nei ekkert sérstaklega. Auðvitað verðum við alltaf að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni ef þetta fer eitthvað að fara upp. En við erum með nokkuð harðar aðgerðir sem við viljum halda út af jólunum og þessum losarabrag sem er á fólki um jólin og erum að vonast til að það dugi til að halda faraldrinum niðri en það verður að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það sami fjöldi og í fyrradag. „Ákveðið hlutfall jákvæðra sýna af fólki með einkenni er að aukast aftur þannig að það eru ákveðnar vísbendingar er um að faraldurinn gæti verið að fara upp en þegar þetta er skoðað betur þá er þetta fólk sem tengist þessum sýkingum sem hafa greinst áður, vinahópar sem eru að hittast en hafa ekki verið í sóttkví þannig það er spurning hvort það takist að ná utan um það eða hvort þetta hafi náð að dreifa eitthvað meira úr sér,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Næstu dagar muni leiða það í ljós. Fimm af þeim sem greindust í gær voru utan sóttkvíar sem Þórólfur segir áhyggjuefni. „Jú það er það, það er vísbending um samfélagslegt smit.“ Ekki sé þó tilefni til hertari aðgerða. „Nei ég myndi ekki segja það við erum með ansi harðar aðgerðir í gangi og það var ekki mikið slakað á síðast, það var örlítið. Þetta er bara spurning um hvernig fólk hegðar sér. Þetta er ekki spurning um hvaða reglur eru settar af hinu opinbera.“ Sagði Þórólfur sem segir hugarfar fólks skipta öllu máli. Horfir ekki til útgöngubanns „Það er ekki það hvort við herðum aðgerðir. Ekki nema við förum í það að setja bara á útgöngubann eins og verið er að setja í nálægum löndum, Bretlandi og á fleiri stöðum. Það er kannski einn möguleikinn en ég er ekki viss um endilega að fólk myndi fara eftir því, það er erfitt að sjá það fyrir,“ Ert þú að hugsa til útgöngubanns? „Nei ekkert sérstaklega. Auðvitað verðum við alltaf að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni ef þetta fer eitthvað að fara upp. En við erum með nokkuð harðar aðgerðir sem við viljum halda út af jólunum og þessum losarabrag sem er á fólki um jólin og erum að vonast til að það dugi til að halda faraldrinum niðri en það verður að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira