Innlent

Hálft kíló af kókaíni til landsins með hrað­sendingu

Sylvía Hall skrifar
Efnið var sent til landsins með hraðsendingarþjónustu.
Efnið var sent til landsins með hraðsendingarþjónustu. Getty

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á hálft kíló af kókaíni í síðustu viku sem sent hafði verið til landsins með hraðsendingarþjónustu. Rannsókn málsins er á lokastigi.

Einn var handtekinn í þágu rannsóknar málsins en ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir hinum handtekna.

Húsleit var framkvæmt í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hefur rannsókn miðað vel samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.