Fótbolti

Sá yngsti í sögunni skoraði en Dortmund tapaði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Youssoufa Moukoko grípur um höfuð sér í höfuðborginni í dag.
Youssoufa Moukoko grípur um höfuð sér í höfuðborginni í dag. Mario Hommes/Getty

Hinn sextán ára gamli Youssoufa Moukoko gerði sér lítið fyrir og skoraði mark Dortmund í þýska boltanum í kvöld. Liðið hins vegar tapaði 2-1 gegn Union Berlin á útivelli.

Staðan var markalaus í hálfleik en Taiwo Awoniyi kom Union yfir á 57. mínútu. Þetta var annar leikur Dortmund undir stjórn Edin Terzic sem tók við liðinu eftir að Lucien Favre var rekinn.

Youssoufa Moukoko fékk tækifæri í byrjunarliði Dortmund og hann þakkaði heldur betur traustið er hann jafnaði metin eftir klukkutímaleik.

Heimamenn í Berlín skoruðu hins vegar sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok. Það gerði Marvin Friedrich og lokatölur 2-1.

Dortmund er að dragast aftur úr í Þýskalandi. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Leverkusen, sem á leik til góða.

Union er í fimmta sætinu, stigi á eftir Dortmund.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.