„Þetta var bara áfall“ Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 18. desember 2020 17:47 Kristinn Már Jóhannesson, íbúi á Seyðisfirði og slökkviliðsmaður. Vísir/Egill Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. „Við hlupum strax til að forða mönnum sem voru inni í bílum,“ segir Kristinn Már en björgunarsveitarbíll lenti í skriðunni. „Sem betur fer komst viðkomandi út úr bílnum heill á húfi. Þetta var bara, hvað getur maður sagt, áfall. Að horfa á hús sem maður var búinn að labba fram hjá verða bara að einhverju spýtnabraki. Maður verður aðeins að átta sig á.“ Honum hafi vissulega verið brugðið. „Náttúran er bara, maður á ekki til orð. Það tekur einhvern tíma að melta þetta.“ Þeirra fyrsta verk hafi verið að tryggja að fólkið í húsunum hefði komist út. „Það var það fyrsta sem maður hugsaði. Og athuga með félagana. Bara að styðja hvern annan út úr þessu. Vera rólegur fyrir hina.“ Rauða svæðið vinstra megin sýnir svæðið þar sem stóra skriðan féll um þrjúleytið í dag. Minna rauða svæðið hægra megin er þar sem skriða féll í nótt og flutti hús um 50 metra.Grafík/HÞ Fram undan er rýming á Seyðisfirði og Kristinn Már hefur ekki hugmynd um hvar hann gistir í nótt. „Mér er alveg sama. Mig langar bara að hitta fjölskylduna mína. Að þau sjái mig, að það sé í lagi með mig og öfugt. Það er það sem ég er að hugsa.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Slökkvilið Veður Tengdar fréttir Kanna hve margir bjuggu í húsunum Ekki er vitað til að nokkurs sé saknað eftir seinni skriðuna sem féll á Seyðisfirði í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að á þessari stundu sé ekki vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. 18. desember 2020 17:20 Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41 Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið. 18. desember 2020 15:56 Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
„Við hlupum strax til að forða mönnum sem voru inni í bílum,“ segir Kristinn Már en björgunarsveitarbíll lenti í skriðunni. „Sem betur fer komst viðkomandi út úr bílnum heill á húfi. Þetta var bara, hvað getur maður sagt, áfall. Að horfa á hús sem maður var búinn að labba fram hjá verða bara að einhverju spýtnabraki. Maður verður aðeins að átta sig á.“ Honum hafi vissulega verið brugðið. „Náttúran er bara, maður á ekki til orð. Það tekur einhvern tíma að melta þetta.“ Þeirra fyrsta verk hafi verið að tryggja að fólkið í húsunum hefði komist út. „Það var það fyrsta sem maður hugsaði. Og athuga með félagana. Bara að styðja hvern annan út úr þessu. Vera rólegur fyrir hina.“ Rauða svæðið vinstra megin sýnir svæðið þar sem stóra skriðan féll um þrjúleytið í dag. Minna rauða svæðið hægra megin er þar sem skriða féll í nótt og flutti hús um 50 metra.Grafík/HÞ Fram undan er rýming á Seyðisfirði og Kristinn Már hefur ekki hugmynd um hvar hann gistir í nótt. „Mér er alveg sama. Mig langar bara að hitta fjölskylduna mína. Að þau sjái mig, að það sé í lagi með mig og öfugt. Það er það sem ég er að hugsa.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Slökkvilið Veður Tengdar fréttir Kanna hve margir bjuggu í húsunum Ekki er vitað til að nokkurs sé saknað eftir seinni skriðuna sem féll á Seyðisfirði í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að á þessari stundu sé ekki vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. 18. desember 2020 17:20 Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41 Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið. 18. desember 2020 15:56 Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Kanna hve margir bjuggu í húsunum Ekki er vitað til að nokkurs sé saknað eftir seinni skriðuna sem féll á Seyðisfirði í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að á þessari stundu sé ekki vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. 18. desember 2020 17:20
Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41
Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið. 18. desember 2020 15:56
Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08