Fótbolti

Ísland sextánda besta lið heims

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið fer upp um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA.
Íslenska kvennalandsliðið fer upp um þrjú sæti á styrkleikalista FIFA. vísir/vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í 16. sæti á styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í dag.

Ísland fer upp um þrjú sæti á styrkleikalistanum síðan hann var síðast gefinn út. Í lok árs 2020 er íslenska liðið því það sextánda besta í heimi og það tíunda besta í Evrópu.

Þetta er næstbesti árangur Íslands á styrkleikalistanum en íslenska liðið hefur hæst komist í 15. sæti hans.

Staða efstu átta liða er óbreytt frá því listinn var síðast gefinn út. Bandaríkin eru á toppi listans, Þýskaland í 2. sæti og Frakkland í því þriðja. Holland er í 4. sæti og Svíþjóð, sem var með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2022, er í 5. sætinu á styrkleikalistanum.

Frá því styrkleikalistinn var síðast gefinn út, um miðjan ágúst, hefur Ísland leikið fimm leiki; unnið þrjá, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Með þessum árangri tryggði Ísland sér sæti á EM 2022. Þetta er fjórða Evrópumótið sem íslenska liðið kemst á í röð.

Styrkleikalisti FIFA

 1. Bandaríkin
 2. Þýskaland
 3. Frakkland
 4. Holland
 5. Svíþjóð
 6. England
 7. Ástralía
 8. Brasilía
 9. Kanada
 10. Japan
 11. Noregur
 12. Spánn
 13. Ítalía
 14. Danmörk
 15. Kína
 16. Ísland
 17. Belgía
 18. Suður-Kórea
 19. Sviss
 20. AusturríkiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.