Barðstrendingar berjast gegn lokun sveitaskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2016 20:15 Íbúar á Barðaströnd hafa brugðist hart við áformum bæjarstjórnar Vesturbyggðar að loka sveitaskólanum á Birkimel. Þeir óttast að sveitin leggist í eyði verði skólahaldi hætt. Eftir að Barðaströnd varð hluti Vesturbyggðar fyrir 22 árum hefur skólinn á Birkimel heyrt undir stjórnsýsluna á Patreksfirði. Í sveitinni eru nítján heimili og þarna er því ein gróskumesta sveitabyggð Vestfjarða. Raunar voru yfir fimmtíu börn í Birkimelsskóla fyrir þrjátíu árum en þeim hafði fækkað niður í sjö talsins þegar við kvikmynduðum þar í fyrravetur, - og öll í efstu bekkjum.Verður þetta umferðarskilti óþarft við Birkimelsskóla á Barðaströnd?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar boðað að skólastarfi ljúki í vor, þar sem þá verði einungis tvö börn eftir í skólanum. Þetta þýðir að aka þarf með börnin í skóla á Patreksfirði, fjörutíu kílómetra leið og yfir 400 metra háa Kleifaheiði, en bæjarstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu enga forsendu til að halda úti faglegu skólastarfi með aðeins tveimur börnum. Hjónin á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, riðu á vaðið í mótmælum með opnu bréfi til bæjarstjórnar í síðasta mánuði og núna í vikunni var með undirskriftum 32 íbúa á Barðaströnd skorað á bæjarstjórn Vesturbyggðar að halda Birkimelsskóla áfram í rekstri og tryggja þar með blómlega byggð sveitarinnar.Þríburasystkin frá Brjánslæk eru meðal þeirra nemenda sem útskrifast í vor úr Birkimelsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhann Pétur vísar til þess sem gerðist þegar Örlygshafnarskóla var lokað í gamla Rauðasandshreppi, þá hafi fimm heimili farið strax úr sveitinni og byggðin brostið. Hann óttast að það sama gerist á Barðaströnd. Sveitin eigi mikla framtíðarmöguleika, sé rétt á málum haldið. Hann bendir á að þrjú ung börn séu á leikskólaaldri og að ungt fólk vilji flytja inn á svæðið, - en það komi ekki fari skólinn. Fjallað var um mannlíf á Brjánslæk á Barðaströnd á Stöð 2 í fyrravetur í þættinum Um land allt. Skóla - og menntamál Um land allt Vesturbyggð Tengdar fréttir Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45 Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Íbúar á Barðaströnd hafa brugðist hart við áformum bæjarstjórnar Vesturbyggðar að loka sveitaskólanum á Birkimel. Þeir óttast að sveitin leggist í eyði verði skólahaldi hætt. Eftir að Barðaströnd varð hluti Vesturbyggðar fyrir 22 árum hefur skólinn á Birkimel heyrt undir stjórnsýsluna á Patreksfirði. Í sveitinni eru nítján heimili og þarna er því ein gróskumesta sveitabyggð Vestfjarða. Raunar voru yfir fimmtíu börn í Birkimelsskóla fyrir þrjátíu árum en þeim hafði fækkað niður í sjö talsins þegar við kvikmynduðum þar í fyrravetur, - og öll í efstu bekkjum.Verður þetta umferðarskilti óþarft við Birkimelsskóla á Barðaströnd?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En nú hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar boðað að skólastarfi ljúki í vor, þar sem þá verði einungis tvö börn eftir í skólanum. Þetta þýðir að aka þarf með börnin í skóla á Patreksfirði, fjörutíu kílómetra leið og yfir 400 metra háa Kleifaheiði, en bæjarstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu enga forsendu til að halda úti faglegu skólastarfi með aðeins tveimur börnum. Hjónin á Brjánslæk, þau Jóhann Pétur Ágústsson og Halldóra Ingibjörg Ragnarsdóttir, riðu á vaðið í mótmælum með opnu bréfi til bæjarstjórnar í síðasta mánuði og núna í vikunni var með undirskriftum 32 íbúa á Barðaströnd skorað á bæjarstjórn Vesturbyggðar að halda Birkimelsskóla áfram í rekstri og tryggja þar með blómlega byggð sveitarinnar.Þríburasystkin frá Brjánslæk eru meðal þeirra nemenda sem útskrifast í vor úr Birkimelsskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jóhann Pétur vísar til þess sem gerðist þegar Örlygshafnarskóla var lokað í gamla Rauðasandshreppi, þá hafi fimm heimili farið strax úr sveitinni og byggðin brostið. Hann óttast að það sama gerist á Barðaströnd. Sveitin eigi mikla framtíðarmöguleika, sé rétt á málum haldið. Hann bendir á að þrjú ung börn séu á leikskólaaldri og að ungt fólk vilji flytja inn á svæðið, - en það komi ekki fari skólinn. Fjallað var um mannlíf á Brjánslæk á Barðaströnd á Stöð 2 í fyrravetur í þættinum Um land allt.
Skóla - og menntamál Um land allt Vesturbyggð Tengdar fréttir Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45 Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Sjö börn á Barðaströnd og öll í efstu bekkjum Birkimelsskóli á Barðaströnd er að verða barnlaus. 28. október 2014 22:45
Byggðin sem tapaði mestu vegna hvalveiðibannsins Nærri þrjátíu árum eftir að Alþingi féllst á hvalveiðibann hefur samfélagið á Barðaströnd ekki enn náð sér eftir áfallið. 27. október 2014 22:15