Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2020 22:46 Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður við nýja íbúðarhús fjölskyldunnar í Kjálkafirði. Egill Aðalsteinsson Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. Kjálkafjörður er næsti fjörður austan við Vatnsfjörð og sá vestasti í röð sjö eyðifjarða við norðanverðan Breiðafjörð - allt þar til í ár. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýtt bæjarskilti, Auðnar, á jörð sem fór í eyði í byrjun síðustu aldar. Bæjarskiltið er komið upp. Íbúarnir kalla sig Hjarðnesinga og hafa útsýni yfir Breiðafjörð.Egill Aðalsteinsson Þau Rán Bjarnadóttir og Símon Kristinn Þorkelsson hófu smíði hússins vorið 2019 og fluttu svo inn ásamt þremur ungum börnum í vor. Við hittum á Símon við heimilið og spurðum hvernig þeim hefði dottið þetta í hug. „Einhversstaðar verða vondir að vera,“ svarar hann sposkur en bætir við: „Þetta bara lá fyrir. Við ákváðum bara að flytja vestur. Við vorum búin að vera í Borgarnesi í nokkur ár og.. – það bara sveitin kallaði alltaf. Það er allt eins hægt að búa hér og í miðbæ Reykjavíkur.“ -En að nema á ný eyðijörð? Það er dálítið magnað. „Nei, það er laust pláss þar. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því,“ svarar Símon. Símon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 við nýja heimilið.Egill Aðalsteinsson Rán er rennismiður og sjómaður en Símon er húsasmiður. En geta þau brauðfætt sig þarna? „Já, já, það er hægt að vinna og búa hvar sem er.“ -Á hverju lifið þið? „Aðallega bara á einhverju húsasmíðaveseni. Það þarf allsstaðar að skipta um rennur og glugga. Það virðist ekki vera að það vanti.“ Húsmóðirin Rán er frá næstu jörð, Auðshaugi á Hjarðarnesi, og þar fagnar amman því að fá fjölskylduna ungu. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, fagnar því að dóttirin, tengdasonurinn og barnabörnin séu komin á næstu jörð.Egill Aðalsteinsson „Maður er eiginlega bara undrandi yfir þessu. Þetta er náttúrulega bara frábært, sko,“ segir Valgerður Ingvadóttir, móður Ránar og tengdamóðir Símonar. -En að sjá jörð lifna að nýju og fjörð lifna að nýju? „Já, algjörlega.“ -Og minnka þetta eyðigat? „Já. Og lítil börn labbandi í túni, sem hefur ekki gerst í 120 ár. Ég meina – váá!“ -En hvernig hefur svo ungu fjölskyldunni liðið á nýja staðnum? „Hér? Hvergi betra að vera. Helvíti fínt bara,“ svarar Símon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Ísland í dag árið 2011 var fjallað um Skálanes og hnignun byggðarinnar við norðanverðan Breiðafjörð: Vesturbyggð Byggðamál Hús og heimili Landbúnaður Um land allt Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Kjálkafjörður er næsti fjörður austan við Vatnsfjörð og sá vestasti í röð sjö eyðifjarða við norðanverðan Breiðafjörð - allt þar til í ár. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýtt bæjarskilti, Auðnar, á jörð sem fór í eyði í byrjun síðustu aldar. Bæjarskiltið er komið upp. Íbúarnir kalla sig Hjarðnesinga og hafa útsýni yfir Breiðafjörð.Egill Aðalsteinsson Þau Rán Bjarnadóttir og Símon Kristinn Þorkelsson hófu smíði hússins vorið 2019 og fluttu svo inn ásamt þremur ungum börnum í vor. Við hittum á Símon við heimilið og spurðum hvernig þeim hefði dottið þetta í hug. „Einhversstaðar verða vondir að vera,“ svarar hann sposkur en bætir við: „Þetta bara lá fyrir. Við ákváðum bara að flytja vestur. Við vorum búin að vera í Borgarnesi í nokkur ár og.. – það bara sveitin kallaði alltaf. Það er allt eins hægt að búa hér og í miðbæ Reykjavíkur.“ -En að nema á ný eyðijörð? Það er dálítið magnað. „Nei, það er laust pláss þar. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því,“ svarar Símon. Símon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 við nýja heimilið.Egill Aðalsteinsson Rán er rennismiður og sjómaður en Símon er húsasmiður. En geta þau brauðfætt sig þarna? „Já, já, það er hægt að vinna og búa hvar sem er.“ -Á hverju lifið þið? „Aðallega bara á einhverju húsasmíðaveseni. Það þarf allsstaðar að skipta um rennur og glugga. Það virðist ekki vera að það vanti.“ Húsmóðirin Rán er frá næstu jörð, Auðshaugi á Hjarðarnesi, og þar fagnar amman því að fá fjölskylduna ungu. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, fagnar því að dóttirin, tengdasonurinn og barnabörnin séu komin á næstu jörð.Egill Aðalsteinsson „Maður er eiginlega bara undrandi yfir þessu. Þetta er náttúrulega bara frábært, sko,“ segir Valgerður Ingvadóttir, móður Ránar og tengdamóðir Símonar. -En að sjá jörð lifna að nýju og fjörð lifna að nýju? „Já, algjörlega.“ -Og minnka þetta eyðigat? „Já. Og lítil börn labbandi í túni, sem hefur ekki gerst í 120 ár. Ég meina – váá!“ -En hvernig hefur svo ungu fjölskyldunni liðið á nýja staðnum? „Hér? Hvergi betra að vera. Helvíti fínt bara,“ svarar Símon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Ísland í dag árið 2011 var fjallað um Skálanes og hnignun byggðarinnar við norðanverðan Breiðafjörð:
Vesturbyggð Byggðamál Hús og heimili Landbúnaður Um land allt Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira