Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 22:14 Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. Vísir/Getty Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. Um einstaklega vandaða árás væri að ræða sem ógnaði nú grunninnviðum og að mjög erfitt yrði að greina umfang hennar og sömuleiðis að stöðva hana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði stofnunin ekki um hvaða stofnanir eða fyrirtæki um er að ræða. Einn heimildarmaður AP sagði útlit fyrir að þetta væri versta tölvuárás í sögu Bandaríkjanna og tölvuþrjótarnir hefðu „komist inn í allt“. Gert sé ráð fyrir því að tölvukerfi flestra, ef ekki allra, opinbera stofnanna séu óörugg. Árásin er sögð hafa byrjað í mars. Miðað við þær fregnir sem hafa borist brutu tölvuþrjótar sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins SolarWinds, sem selur fjölmörgum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa. Þrjótarnir eru meðal annars sagðir hafa smitað uppfærslur frá fyrirtækinu svo þeir öðluðust aðgang að, og jafnvel stjórn á, tölvukerfum þar sem uppfærslurnar voru notaðar. Politico sagði frá því í kvöld að starfsmenn tveggja stofnana sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að tölvuþrjótar hafi aðgang að tölvukerfum þeirra. Netöryggissérfræðingar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við segja útlit fyrir að tölvuþrjótarnir hafi hingað til eingöngu verið að safna upplýsingum. Þeir fari þó mögulega með stjórn tölvukerfa stofnanna, eins og áður hefur komið fram, og geti í rauninni valdið þar gífurlegum skaða. Þingmenn hafa sagt að þeir óttist að tölvuþrjótarnir hafi meðal annars komist inn í tölvukerfi Skattstofnunar Bandaríkjanna og náð gífurlegum upplýsingum um persónuhag Bandaríkjamanna. Enn sem komið er hafa spjótin vestanhafs beinst að rússneskum tölvuþrjótum sem taldir eru vinna fyrir leyniþjónustu Rússlands. Samkvæmt heimildum AP hefur það þó ekki verið staðfest enn. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sem var gagnrýndur fyrir að hætta að vera með sérstakan netöryggisráðgjafa í Hvíta húsinu, hefur ekki enn tjáð sig um árásina. Thomas Bossert, fyrrverandi ráðgjafi heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, skrifaði grein í New York Times þar sem hann sagði að gera ætti ráð fyrir því að yfirvöld í Rússlandi stjórni nú öllum þeim tölvukerfum sem tölvuþrjótarnir hafi ráðist á. Hann vísar í gögn frá SolarWinds um að allt að 18 þúsund stofnanir og fyrirtæki hafi sótt smituðu uppfærsluna. Þar á meðal séu stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Þessum kerfum hafi rússneskir tölvuþrjótar stjórnað í marga mánuði og á þeim tíma hafi þeir tryggt stöðu sína innan þeirra. Nánast ómögulegt sé að finna þá og fjarlægja úr tölvukerfunum. „Það mun taka mörg ár að vita með vissu hvaða tölvukerfi Rússar stjórna og hvaða kerfum þeir hafa aðgang að,“ skrifar Bossert. Hann segir að Rússar geti í raun breytt og eytt gögnum eins og þeim sýnist í þeim kerfum sem þeir stjórni. Jafnvel búið til manneskjur á pappír og notað gögn, raunveruleg eða tilbúin, erfitt gæti verið að gera greinarmun þar á milli, til áróðursherferða á heimsvísu. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Um einstaklega vandaða árás væri að ræða sem ógnaði nú grunninnviðum og að mjög erfitt yrði að greina umfang hennar og sömuleiðis að stöðva hana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði stofnunin ekki um hvaða stofnanir eða fyrirtæki um er að ræða. Einn heimildarmaður AP sagði útlit fyrir að þetta væri versta tölvuárás í sögu Bandaríkjanna og tölvuþrjótarnir hefðu „komist inn í allt“. Gert sé ráð fyrir því að tölvukerfi flestra, ef ekki allra, opinbera stofnanna séu óörugg. Árásin er sögð hafa byrjað í mars. Miðað við þær fregnir sem hafa borist brutu tölvuþrjótar sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins SolarWinds, sem selur fjölmörgum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa. Þrjótarnir eru meðal annars sagðir hafa smitað uppfærslur frá fyrirtækinu svo þeir öðluðust aðgang að, og jafnvel stjórn á, tölvukerfum þar sem uppfærslurnar voru notaðar. Politico sagði frá því í kvöld að starfsmenn tveggja stofnana sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að tölvuþrjótar hafi aðgang að tölvukerfum þeirra. Netöryggissérfræðingar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við segja útlit fyrir að tölvuþrjótarnir hafi hingað til eingöngu verið að safna upplýsingum. Þeir fari þó mögulega með stjórn tölvukerfa stofnanna, eins og áður hefur komið fram, og geti í rauninni valdið þar gífurlegum skaða. Þingmenn hafa sagt að þeir óttist að tölvuþrjótarnir hafi meðal annars komist inn í tölvukerfi Skattstofnunar Bandaríkjanna og náð gífurlegum upplýsingum um persónuhag Bandaríkjamanna. Enn sem komið er hafa spjótin vestanhafs beinst að rússneskum tölvuþrjótum sem taldir eru vinna fyrir leyniþjónustu Rússlands. Samkvæmt heimildum AP hefur það þó ekki verið staðfest enn. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sem var gagnrýndur fyrir að hætta að vera með sérstakan netöryggisráðgjafa í Hvíta húsinu, hefur ekki enn tjáð sig um árásina. Thomas Bossert, fyrrverandi ráðgjafi heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, skrifaði grein í New York Times þar sem hann sagði að gera ætti ráð fyrir því að yfirvöld í Rússlandi stjórni nú öllum þeim tölvukerfum sem tölvuþrjótarnir hafi ráðist á. Hann vísar í gögn frá SolarWinds um að allt að 18 þúsund stofnanir og fyrirtæki hafi sótt smituðu uppfærsluna. Þar á meðal séu stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Þessum kerfum hafi rússneskir tölvuþrjótar stjórnað í marga mánuði og á þeim tíma hafi þeir tryggt stöðu sína innan þeirra. Nánast ómögulegt sé að finna þá og fjarlægja úr tölvukerfunum. „Það mun taka mörg ár að vita með vissu hvaða tölvukerfi Rússar stjórna og hvaða kerfum þeir hafa aðgang að,“ skrifar Bossert. Hann segir að Rússar geti í raun breytt og eytt gögnum eins og þeim sýnist í þeim kerfum sem þeir stjórni. Jafnvel búið til manneskjur á pappír og notað gögn, raunveruleg eða tilbúin, erfitt gæti verið að gera greinarmun þar á milli, til áróðursherferða á heimsvísu.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira